Saga strokuþræls 4. hluti

Flóttinn
Meirihluti svartra manna í Máritaníu eru þrælar. Að vísu hefur þrælasala verið ölögleg þar frá árinu 1981 en þótt opnir þrælamarkaðir tíðkist ekki er hefðin fyrir erfðaþrælum mjög sterk og tilraunir mannréttindasamtaka til að sporna gegn þrælahaldi hafa litlu skilað. Þrælahald var ekki gert refsivert fyrr en 2007 en ennþá hefur enginn dómur fallið vegna þrælahalds. Halda áfram að lesa

Hlýtur að vera mússi

Hrikalega faglegt af mannvitsbrekkunni sem bloggar undir dulnefninu ritstjórn@dv.is að taka fram að meirihluti íbúa Bangladesh séu múslimar. Af hverju í ósköpunum kemur ekki líka fram í fréttinni að meirihluti íbúa Bangladesh eru brúneygir?

Ástand í jafnréttismálum í Bangladesh á sér miklu flóknari rætur en svo að sé hægt að útskýra svona glæpi með því að þessir menn séu muslimir. Muslimi sem býr við vestrænar aðstæður er ekkert líklegri en kristinn maður til að hegða sér á þennan hátt.

Reyndar eru morð á nánum fjölskyldumeðlimum á Norðurlöndunum ekki hlutfallslega hærri á meðal muslima en annarra. Munurinn er bara sá að það heitir ekki heiðursmorð þegar norskir eða íslenskir foreldrar drepa börn sín og maka. Maður í Bangladesh er líklegri en Íslendingur til að aflima konuna sína, ekki af því að hann sé muslimi heldur af því að hann hefur alist upp við kvenfyrirlitningu. Sem á sér ekki síður rætur í kristindómnum. Ég er ekki að verja neinn viðbjóð heldur að benda á að það eru miklu flóknari samfélagsaðstæður sem hann sprettur af en svo að það sé ástæða til að gera alla muslimi tortryggilega.

Að tala um ríkjandi trúarbrögð í þessu samhengi er nákvæmlega jafn faglegt eins og ef fjallað væri um glæpi í Eþíópíu og tekið fram að þeldökkir menn séu í yfirgnæfandi meirihluta í landinu. Eða ef fjallað væri um ofbeldi í Vesturbænum og tekið fram að þar búi margir KRingar. Siðferðið og lífssýnin sem Kóraninn boðar er vissulega mannfjandsamleg. Sýn kristindómsins á heiminn og manninn er það líka. Mjög fáar manneskjur eru bókstafstrúaðar og þar sem muslimir festa rætur í vestrænum samfæelögum, merkir það að vera muslimi bara það sama og að vera kristinn, þ.e.a.s. trúin er umgjörð utan um hátíðir, athafnir á borð við giftingar og greftranir, klæðaburð, neysluvenjur, hlutverkaskiptingu og erfðavenjur.

Foreldrar áhugalausir um skólastarf

Það er greinilegt að foreldrum þykja íþróttirnar meira spennandi en skólastarfið og kannski þarf frekar að spyrja hvernig standi á því en að segja foreldrunum hverju þeir eigi að hafa áhuga á.

Ég held að geti verið fleiri og flóknari skýringar á dræmri mætingu foreldra en sú að þeim finnist skóli vera aukaatriði. Mér dettur í hug eitt snjallræði, að spyrja foreldrana hversvegna þeir hafi ekki áhuga í stað þess að skipa þeim að sýna meiri áhuga.

Þakkaðu það klámvæðingunni

lágmyndÞrettán hópnauðganir og skýringin er náttúrulega einföld; það er klámvæðingin ógurlega sem á sökina. Óþarft er að styðja þá kenningu nokkrum rökum, andstæðingar tjáningarfrelsisins eru einfaldlega búnir að ákveða að klám sé undirrót alls ills, einkum ofbeldis. Enda eru þær hópnauðganir sem tíðkast í óklámvæddum samfélögum mun huggulegri en hinar ofbeldisfullu hópnauðganir vestrænna klámhunda, sem eflaust væru bara að spila bingó á laugardagskvöldum ef ekki væri allt þetta klám.  Og ekki var konum nú nauðgað á miðöldum, meðan klám þreifst hvergi nema kannski í klaustrum -eða hvað? Halda áfram að lesa

Saga strokuþræls 2. hluti

Menntun Mouhameds
Þrælar fá enga frídaga og þar sem endalausar kröfur eru gerðar til þeirra, þurfa allir að leggja sig fram. Börn fá því afskaplega lítinn tíma til leikja. Leikir felast helst í því að elta smádýr, syngja kvæði og segja sögur. Í samfélagi Mouhameds nýttust kvöldin ekki til félagslífs af neinu tagi því oftar en ekki var fólkið útkeyrt af þreytu og hafði ekki orku til annars en að nærast áður en það gekk til náða. Halda áfram að lesa