Foreldrar áhugalausir um skólastarf

Það er greinilegt að foreldrum þykja íþróttirnar meira spennandi en skólastarfið og kannski þarf frekar að spyrja hvernig standi á því en að segja foreldrunum hverju þeir eigi að hafa áhuga á.

Ég held að geti verið fleiri og flóknari skýringar á dræmri mætingu foreldra en sú að þeim finnist skóli vera aukaatriði. Mér dettur í hug eitt snjallræði, að spyrja foreldrana hversvegna þeir hafi ekki áhuga í stað þess að skipa þeim að sýna meiri áhuga.