Dæmi um útafakstur

Sóley vill að ákvarðanir séu teknar út frá feminiskum forsendum. Þær feminisku forsendur sem hún á við hér, eru sú skoðun að konur séu ófærar um að ákveða sjálfar hvað þær gera við sinn eigin líkama.

Það sem byrjaði sem mannréttindabarátta er nú farið að snúast um að stjórna konum og taka af þeim sjálfsákvörðunarrétt og ábyrgð á sínu eigin lífi. Hvar í ósköpunum fór feminisminn svo rækilega út af sporinu?

Píkuhár, augnhár og nýhreintrúarstefna

augnhár
Hvert sem ég fer, sé ég fallegar, ungar konur, með augnhár sem minna helst á skítuga kústa. Af hverju í ósköpunum gera þær þetta? Vita þær ekki að dæmi eru um að snyrtivörur hafi valdið sýkingum í augum, einkum ef notaðar eru gamlar vörur sem margir hafa notað eða ef stúlkan veit ekki almennilega hvað hún er að gera? Halda áfram að lesa

Afglapaskrá lögreglunnar 1. ársfjórðungur

Janúar 2011

Það þarf mikið til að lögregluþjónn sé látinn víkja. Ætli það dugi að reyna að beita persónulegum tengslum sínum innan löggunnar til kærastan komist upp með að aka full? Eða þarf maður að ganga svo langt að afturkalla aðstoð neyðarlínunnar þegar kærastan hefur valdið slysi? Þetta reyndist vera einn og sami maðurinn. Hann fékk „tiltal“. Halda áfram að lesa