Kunna ekki íslensku

Tvær spurningar, í tilefni af þessari frétt:

Er útlendingum boðið upp á að nota tímann á meðan þeir eru atvinnulausir til að stunda íslenskunám sér að kostnaðarlausu?
Ef ekki, hvernig ætla menn að losna við þetta fólk af bótum ef ekki með því að gefa því kost á að verða sér úti um þá færni sem krafist er á atvinnumarkaðnum?

Umræður hér 

Bréf til Ögmundar

Sendi þessa fyrirspurn til netsíðu Ögmundar í dag

Sæll Ögmundur

Ég hef mikið velt því fyrir mér, í tengslum við mál Mohammeds Lo, hvernig flóttamannasamningur Sameinuðu Þjóðanna og útlendingalögin séu túlkuð hjá ráðuneyti þínu. Halda áfram að lesa

Fréttir af Mouhamed Lo – frá Hauki Hilmarssyni

Það nýjasta sem er að frétta af máli Mohammeds Lo:

Í desember fór Mohammed fram á að honum yrði skipaður tiltekinn lögmaður sem hefur mikinn áhuga á máli hans. Þegar sá fór fram á að fá gögnin afhent, var honum tjáð að þar sem Mohammed hefði þegar verið skipaður annar lögmaður, væri það ekki í boði. Halda áfram að lesa

Fyrsta spurning dagsins

Yfirleitt vakna ég með spurningu í huga. Ekki eitthvað sem skiptir máli eins og hvort sé líf eftir dauðann eða hvernig hægt sé að bjarga heiminum, heldur eitthvað sem ég minnist ekki að hafa nokkurntíma velt fyrir mér áður og skiptir mig í raun engu máli. Oftast eitthvað sem ég get ekki tengt við mitt daglega líf eða það sem ég var að hugsa um daginn áður. Venjulega brenna þessir hlutir á mér fyrstu 5 mínúturnar eftir að ég vakna en þetta eru samt sjaldan svo ágengar spurningar að ég hafi áhuga á að gúggla svörin hálftíma síðar. Ég sé enga reglu í þessu heldur, allt fremur kaótískt.

Hvernig fjölga hrúðurkarlar sér?
Eru tannskemmdir stórt vandamál meðal apa?
Er til stöðluð skilgreining á dropa?
Gera dýr sér grein fyrir kyni afkvæma sinna áður en þau verða kynþroska?
Hafa fiskar bragðskyn?
Er fylgni milli þess hvenær fólk fer í rúmið og þess hvenær það borðar fyrstu máltíð dagins?
Hafa sýkópatar sjálfstæðari smekk á fatnaði, tónlist og öðrum tískutengdum fyrirbærum en aðrir (þar sem þeir setja sig ekki í spor annarra)?
Um daginn velti ég því fyrir mér hvernig kafarar fari að ef þeir þurfa að hnerra í kafi.
Í morgun langaði mig að vita hvað kæmust mörg sandkorn í ísmolabox.

Þetta eru pælingar sem virðast ekki þjóna neinum tilgangi og ég veit ekki hvaðan þær koma. Mér finnst samt einhvernveginn ótrúlegt að þær spretti bara úr einhverju tómi. Og nú er ég að velta því fyrir mér hvort þetta sé algengt og hvort einhver hafi fundið skýringar á þessu.