Í dag ræða netverjar nýútkomnar föndurbækur fyrir börn. Bláa bókin er með myndum af drengjum sem stefna á að verða geimfarar og bleika bókin sýnir stúlkur að ryksuga. Halda áfram að lesa
Lokaorð um jafnréttisfræðslu (í bili)
Þessi grein tilheyrir pistlaröð um kennivald kvenhyggjunnar sem nú er að ryðja sér til rúms á Íslandi. Ég hef fjallað ítarlega um Kynungabók, jafnréttisnámsefni fyrir unglinga. Halda áfram að lesa
Hugtakaskýringar Kynungabókar
Í pistlunum sem ég tengi á hér að ofan ræði ég Kynungabók og kynjafræðikennslu í skólum sem tilraun til að koma á nýju kennivaldi. Lokakafli Kynungabókar fjallar um stjórnkerfi og lagaumhverfi jafnréttismála. Halda áfram að lesa
Femínísk nálgun á jólalög
Staðalmyndir og úrelt viðhorf eru svo sannarlega fyrir hendi og mjög áhugavert að skoða þær. Það er einmitt hægt að nota klassísk kvæði og sögur til að vekja spurningar hjá börnum. Mínum strákum fannst alveg glatað að Rúdolf með rauða nefið skyldi vera lagður í einelti og „hann fékk bók en hún fékk nál og tvinna“ varð efni í samræður um kynjajafnrétti.
En að armæðast af heilagri vandlætingu yfir því að höfundar séu börn síns tíma, hvað heitir það á íslensku?
Óslóartréð harmað
Jón Gnarr er nú stundum dálítið skrýtinn.
Hroðalegt alveg að kveikja í jólatré sem hefur staðið þremur vikum fram yfir jól án þess að borgaryfirvöld hirtu um að láta fjarlægja það (og væntanlega saga það niður með ofbeldi). Keli vinur minn sem býr í Noregi hefur bent á að hneykslunina sem þetta tiltæki vakti meðal Norðmanna, megi merkja af fjölmiðlaumfjöllun um málið. Sem var engin, neinsstaðar nema á Íslandi.
Söngur sauðkindarinnar
Söngur sauðkindarinnar
Í gulum skátagöllum
í gegnum snjóél hörð
í október við brutumst
til að bjarga týndri hjörð.
Þá undan fótum okkar
svo ámátlegt barst jarm
sem nísti gegnum nef og hjarta
og nið’rí endaþarm.
#Ég kvalin er kind
ég kvalin er kind
mig gangnamenn eltu
um grundir og tind.
ég stakk af en stormur
og stórhríðin blind
í staðinn mig hremmdu
Ég kvalin er kind.#
Fast á fimmtu viku
í fönninni ég lá
ósjálfbjarga, innilokuð
ekkert hey að fá.
Ég heyrði lömb mín hljóða
af hungri dag sem kvöld
og harmi slegin hef ég nagað
hræin þeirra köld.
Við hjuggum gat í harðskafann
því heyrt hef ég það sé
ólöglegt með öllu
að eta sjálfdautt fé.
Á skátabílnum brunuðum við
beint í sláturhús
og ég mun éta hangikjöt
um jólin, ásamt mús.