Í gulum skátagöllum
í gegnum snjóél hörð
í október við brutumst
til að bjarga týndri hjörð.
Þá undan fótum okkar
svo ámátlegt barst jarm
sem nísti gegnum nef og hjarta
og nið’rí endaþarm.
#Ég kvalin er kind
ég kvalin er kind
mig gangnamenn eltu
um grundir og tind.
ég stakk af en stormur
og stórhríðin blind
í staðinn mig hremmdu
Ég kvalin er kind.#
Fast á fimmtu viku
í fönninni ég lá
ósjálfbjarga, innilokuð
ekkert hey að fá.
Ég heyrði lömb mín hljóða
af hungri dag sem kvöld
og harmi slegin hef ég nagað
hræin þeirra köld.
Við hjuggum gat í harðskafann
því heyrt hef ég það sé
ólöglegt með öllu
að eta sjálfdautt fé.
Á skátabílnum brunuðum við
beint í sláturhús
og ég mun éta hangikjöt
um jólin, ásamt mús.