-Hvernig myndirðu lýsa nútíma Íslendingnum? spurði túristinn, sem hafði hugmyndir sínar um land og þjóð fyrst og fremst úr fornritunum.
-Og íslenska konan? Er hún Valkyrja? Skörungur mikill og drengur góður? spurði útlendingurinn.
-Æ nei, hún er óttaleg rola en á eilífri þroskabraut. Ástsjúk og vanmetin, með brotna sjálfsmynd eða lágt sjálfsmat og yfirhöfuð óskaplega lítið af öllu sem byrjar á sjálf. En hún er stöðugt að læra, stöðugt og á endanum fær hún nóg af því að láta vaða yfir sig, tekur á sig rögg og sýnir skörungsskap sinn. Konan þarf svo mikið að læra og þroskast á meðan karlinn bara er.
-Hver hefur eiginlega búið til þessar ímyndir? spurði ferðalangurinn og þótt sé varla hægt að benda á einhvern einn sem á heiðurinn eða sökina þá verður að viðurkennast að sumir eru sekari en aðrir.
—————————————–
Í þessu samhengi verð ég að benda á frábæra skemmtilesningu í boði ríkisins, Skýrslu nefndar um ímynd Íslands: http://www.forsaetisraduneyti.is/utgefid-efni/nr/2904
Posted by: Unnur María | 10.06.2008 | 10:42:55
—————————————–
Mér finnst sérstaklega skemmtilegt hverng einkunnarorðin „kraftur, frelsi, friður“ endurspeglast í sögu borgarstjórnar Reykjavíkur á yfirstandandi kjörtímabili.
Posted by: Eva | 10.06.2008 | 11:10:59
—————————————–
Ég ligg í sófanum mínum á kvöldin með skýrsluna, allar skviljón blaðsíðurnar, og flissa!
Posted by: Unnur María | 10.06.2008 | 16:24:22