Er það semsagt rétt skilið að þetta sé ekki lengur vændisathvarf heldur bara athvarf fyrir konur sem hafa orðið fyrir ýmsum skakkaföllum? Er hægt að fá nákvæmar tölur um það hversu margar konur hafa sóst eftir afmellunarmeðferð?
Ef Stígamót þurfa ekki að gera opinbera grein fyrir þeirri starfsemi sem fer fram á vegum þeirra, þá ættu þeir sem kosta starfsemi samtakanna (en meðal þeirra eru opinberir sjóðir) frekar að henda pening í þá sem treysta sér til að gera grein fyrir því hvaða rök liggja að baki því mati að færa þurfi út kvíarnar eða breyta starfseminni og síðar hvernig til hafi tekist.
Nú er ekki annað að sjá en að Stígamótakonum hafi skjátlast all hrapalega um áhuga vændiskvenna á björgunarstarfi þeirra. Þær munu hinsvegar aldrei viðurkenna það. Ekki frekar en vottar Jehóva viðurkenna að trúleysingjar æli nánast af ógeði þegar þeir reyna að troða sér inn á þá.