„Konur þéna 75 kr á móti hverjum 100 kr sem karlar þéna.“ Þetta er ein af möntrum feminismans.
Sannleikurinn er sá að launamunur kynjanna á sér að mestu leyti eðlilegar skýringar. Aðeins 6-10% launamunur hefur ekki verið skýrður. Femninstar hafa auðvitað fína skýringu á þessum óútskýrða launamuni; það er auðvitað einlægur vilji karlveldisins til þess að halda konum niðri.
Gögnin sem þessi ályktun er dregin af eru svo langt frá því að vera fullnægjandi og margt bendir til þess að meðal yngri kynslóða ríki fullur launajöfnuður.
Á Íslandi gilda jafnréttislög og samkvæmt þeim er bannað að mismuna fólki á grundvelli kynferðis. Auðvitað er mögulegt að einhver fyrirtæki geri það samt og þá á vitanlega að taka hart á því. En fullyrðingar um kerfisbundna kynjamismunun eru ekkert annað en enn eitt áróðursbragð dólgafeminista.