27. Femínistar eru með klám á heilanum

27Einhverntíma heyrði ég það haft eftir Birgi í Vantrú að fyrir rétta upphæð væri hann tilbúinn til að selja tjáningarfrelsi sitt en aðeins vegna þess að hann hefði þegar sagt opinberlega allt sem mestu máli skipti um trúmál svo héðan af gæti hann sennilega svarað öllu sem þörf væri á með því að vitna í sjálfan sig. Ég veit ekki hvort þetta er rétt haft eftir honum en ef einhver byði mér svosem eins og milljarð fyrir að hætta skrifum um feminisma tæki ég því sennilega á sömu forsendu.

Ég hef verið niðusokkin yndislegri lestur en ruglið í feministum undanfarið en fyrst Ögmundur biður um það þá er best að halda áfram. Hér er enn ein ástæðan fyrir því að við ættum að hafna feminisma:

Feministar eru með klám á heilanum. Þeir setja öskudagsbúninga, erótísk tónlistarmyndbönd og allt þar á milli í sama flokk og myndbönd með hrottalegum nauðgunum. Með því boða þeir þá hugmynd að kynhvötin og allt kynlíf sé sjúkt og rangt; að stigsmunur en ekki eðlismunur sé á kynlífi og nauðgun, kynhvöt og ofbeldishneigð.

Ef Ögmundur ætlar ekki að umbera neitt á internetinu sem ekki er umborið í skólastofunni eða úti á götu þá er rökrétt að banna einnig allt myndefni og lesefni þar sem kynlíf, ofbeldi og glæpir koma fyrir.

Deildu færslunni

Share to Facebook