Y er fegurstur bókstafa. Þau orð hljóta því að vera óvenju fögur sem geyma óvenju mörg y. Ég bað fésverja um tillögur að íslenskum orðum þar sem þrjú y koma fyrir. Þurfa ekki endilega að vera í orðabók en þurfa að hljóma nógu eðlilega til þess að geta verið nothæf.
Þetta er útkoman:
- Fyllibyttufyndni
- Fyllibyttulykt
- Fyllibyttumynd
- Fyrirhyggjuleysi
- Fyrirmyndarbyggð
- Fyrirmyndarfjölskylda
- Frystigeymslulykill
- Kyngervisfyrirmynd
- Kynjafyrirmyndir
- Lyfleysueyðing
- Myndasyrpukynning
- Syndayfirhylming
- Skynbreytingarlyf
- Skyndikynnaleysi
- Skyndikynnasyndir
- Yfirþyngdarlyftingar
- Yngismeyjafnykur
- Yngismeyjaryndi
- Þyngdarleysisfyrirbæri
Vafasöm en gætu samt kannski gengið í skrafli á þriðja bjór:
- Byggingarmyndakynning
- Byssuskyttumynd
- Fyllibytturykti
- Leyndarhyggjuhygli
- Leyndarhyggjufylgni
- Skyndikynnafnykur
- Skyrmysubytta
- Yfirbyggingarfyrirbæri
- Yfirheyrslusyrpa
- Yfirfyllibytta
- Ylyrðisyndi
- Yngismeyjamyndir
- Yngismeyjayfirsjónir
Leikurinn varð hagyrðinum innblástur:
Þessu tengt:
Þrefaldur og ypsilon
Orð með þreföldum samhljóða og ypsiloni. Bygggarðar Bygggrautur Djammmyndir Fyrrrakinn Gulllykill Hrygggigt Illleysanlegt Krydddropar Krydddrykkur
Tvöfaldur og tvítekinn
Þvottapottur, innivinna, happatappi, rottuskott, kakkalakki, Ég fann Fésbókarfærslu frá 2013 þar sem ég hafði beðið Fésverja að hjálpa mér að finna eða búa til fleiri orð af þessu tagi, þ.e. sett saman úr tveimur orðum með sömu samstöfunni af einum sérhljóða og tvöföldum samhljóða. […]