Þvottapottur, innivinna, happatappi, rottuskott, kakkalakki,

Ég fann Fésbókarfærslu frá 2013 þar sem ég hafði beðið Fésverja að hjálpa mér að finna eða búa til fleiri orð af þessu tagi, þ.e. sett saman úr tveimur orðum með sömu samstöfunni af einum sérhljóða og tvöföldum samhljóða. Hér eru tillögur. Endilega bætið við.

  • Abbababb
  • Afdráttarháttur
  • Akkerisstrokkur
  • Allamalla
  • Allmikill
  • Almenningsmannvirki
  • Almenningsmenntun
  • Atvinnubótavinna
  • Áhættuþættir
  • Bakkabakki
  • Bakkaþykkur
  • Balljökull
  • Bjallkolla
  • Bjarnarfellsvellir
  • Blikkbakki
  • Bómullarkjóll
  • Braggabygging
  • Brennumenn
  • Brekkuslakki
  • Bryggjuveggur
  • Byggðatrygging
  • Byggingarlöggjöf
  • Bæjarblokkapakk
  • Dellukelling
  • Djassbassi
  • Djassrass
  • Duggandaregg
  • Dótturdóttir
  • Drullufullur (full of shit)
  • Drullumall
  • Ellismellur
  • Eggjasleggja
  • Eggjaskyggning
  • Eyjafjallajökull
  • Fellahellir
  • Fimmtomma
  • Flokkssamþykkt
  • Fjallakall
  • Fokkublökk
  • Gibbagibb
  • Glöggskyggn
  • Hakkpakki
  • Hallarkristall
  • Happatappi
  • Hassmassi
  • Hellufell
  • Hottintotti
  • Hrukkuskrukka
  • Hryggðarskuggi
  • Innbúinn
  • Innipinni
  • Innivinna
  • Kakkalakki
  • Kassahlass
  • Kattarskratti
  • Kennimenn
  • Kibbakibb
  • Kommaskömm
  • Kossablossar
  • Krakkajakki
  • Krakkaprakkari
  • Kvennamenn
  • Kvennamenning
  • Kvennamenntun
  • Labbrabbtæki
  • Lakkbakki
  • Lakkríspakki
  • Leggjasleggja
  • Lottópottur
  • Menningareinkenni
  • Mokkajakki
  • Náttblátt
  • Obbobobb
  • Oddasnidda
  • Óþekktarhnokki
  • Pappamappa
  • Rakkarapakk
  • Rottuskott
  • Saggabraggi
  • Sikksakk
  • Sokkagarnsdokka
  • Sleggjuhögg
  • Skallakall
  • Sullumbull
  • SwissMiss (ekki íslenskt orð en samt …)
  • Tryggingalöggjöf
  • Tröllaböllur
  • Ullarkjóll
  • Veggjasleggja
  • Þvottapottur
  • Öryggistrygging

Vafasöm:

  • Bossakoss
  • Brussufruss
  • Búlludúlla (sæt stelpa sem hefst við á öldurhúsum)
  • Byssuskyssa (Hraunbæjarmálið – bara smá mistök þú´st)
  • Dekkjaskekkja
  • Fjallaþallir
  • Frakkapakk (við hötum ekki Frakka, þetta er bara leikur)
  • Fussumfruss
  • Glögglögg
  • Hrossakoss
  • Hrossatossar (lélegir hestamenn)
  • Kerruperri (fær kikk út úr því að sitja í tengivagni og r***a sér.
  • Klukkuskrukka
  • Löggutöggur
  • Löggubögg
  • Melludella
  • Mugguuggur (þ.e. ótti við þoku)
  • Mussujussa (við hötum ekki jussur sem klæðast mussum – bara leikur)
  • Pallasvall
  • Pottahrotti (sá sem hreinsar tefflonpotta með stálull)
  • Rottupottur (ef nautagúllassið er búið)
  • Rússajússa (við hötum heldur ekki feitar rússneskar konur)

Þessu tengt: