Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til að senda konum mynd af honum, jafnvel konum sem hafa ekki sýnt nokkur merki þess að hafa áhuga á því að sjá undrið. Hjá konum birtist kynfærablæti á annan hátt – þær virðast hafa endalaust hugmyndaflug til að framleiða píkulist. Nú er það nytjalist, píkubollar. Hugmyndin er ekki frumleg en íslensku bollarnir óneitanlega smekklegri en þessir á myndinni enda sýna íslensku bollarnir ekki píku. Vonandi gleðja þeir samt einhvern sem finnst þörf á að rjúfa þögnina um píkuna.
Píkuöfund
Háskóli í Michigan hefur ákveðið að uppfærsla á „Píkusögum“ (The Vagina Monologues) verði ekki sviðsett. Verkið fer eitthvað öfugt ofan í pólitísku rétttrúnaðarkirkjuna. Það yrði víst mismunun gagnvart ákveðnum hópi kvenna ef það færi á fjalirnar. Nefnilega þeim konum sem eru ekki með píku. Ég hélt fyrst að þetta væri grín en það eru víst fleiri skólar sama […]