Margur karlinn er svo heillaður af dindlinum á sér að hann finnur sig knúinn til að senda konum mynd af honum, jafnvel konum sem hafa ekki sýnt nokkur merki þess að hafa áhuga á því að sjá undrið. Hjá konum birtist kynfærablæti á annan hátt – þær virðast hafa endalaust hugmyndaflug til að framleiða píkulist. Nú er það nytjalist, píkubollar. Hugmyndin er ekki frumleg en íslensku bollarnir óneitanlega smekklegri en þessir á myndinni enda sýna íslensku bollarnir ekki píku. Vonandi gleðja þeir samt einhvern sem finnst þörf á að rjúfa þögnina um píkuna.