RÚV birtir í dag frétt með fyrirsögninni: „Segir bótarétt sonar Tryggva óumdeildan“.

Bótaréttur mannins ekki óumdeildur. Ef svo væri hefði ríkið umyrðalaust viðurkennt þann rétt. Ástæðan fyrir því að ákveðið hefur verið að stefna ríkinu er einmitt sú að aðilar deila um það hvort rétturinn sé fyrir hendi.

Lögmaður Arnars Þórs Vatnsdal kann aftur á móti að telja réttinn óumdeilanlegan og að ríkið sé að brjóta gegn þeim óumdeilanlega rétti með því að deila um hann.

Óumdeildur merkir að fólk sé sammála. Óumdeilanlegt er aftur á móti það sem hafið er yfir vafa, þó svo að flatjarðarsinnar eða ríkislögmaður kunni að halda fram einhverri vitleysu.


Þessu tengt: