• þegar þú kemur heim úr vinnu kl 20:15 og byrjar á því að taka niður þvottinn, ekki af því að maðurinn þinn hafi ekki nennt því heldur hefur honum bara ekkert dottið það í hug
  • þegar þú, nógu gömul til að vera amma, segir karlmanni með stolti að fyrirtækið þitt sé farið að skila hagnaði, færð einkunnina „dugleg stelpa“, og veist að það er ekki hugsað sem móðgun heldur hrós
  • þegar karlmanni líst vel á þig, þú sýnir engin viðbrögð sem gefa til kynna að það sé gagnkvæmt en hann heldur samt að þú sért ástfangin af honum
  • þegar þú viðurkennir að fallegar konur geti kannski við ákveðnar aðstæður haft kynferðisleg áhrif á þig og kærastinn þinn tekur því sem vilyrði fyrir því að fá aðra konu upp í rúm
  • þegar þú kemst að því að unglingsstrákur með enga menntun eða starfsreynslu er á hærri launum en þú en getur ekkert gert í því þar sem launaleynd ríkir hjá fyrirtækinu
  • þegar þú áttar þig á því að reglan; sömu laun fyrir sömu vinnu, gildir ekki í íþróttum
  • þegar þú hlustar á rökin „þér finnst það gott þegar þú ert búin að venjast því“ frá tíunda karlinum í röð
  • þegar þú kynnist fullkomnum karlmanni sem segir þér, geislandi af umhyggju að ef komi til sambúðar muni hann „leyfa þér“ að vera heima og skrifa.