Hvaðan kemur sú hugmynd að karlmenn hafi í gegnum tíðina verið tilfinningabældari en konur, og af hverju nýtur þessi ranghugmynd svona mikilla vinsælda?
Karlar máttu ekki sýna merki um ótta, mikið rétt. En konur máttu heldur ekki sýna merki um frelsisþrá, hvað þá losta. Karlar áttu að bera harm sinn í hljóði og konur áttu að kyngja reiðinni.
Það eimir eftir af þessum viðhorfum ennþá. Það þykir ekki kvenlegt að slást og ég hugsa að flestir karlar reyni fremur að harka af sér en að skæla á almannafæri. Ég get samt ekki séð að karlar búi við neitt meiri bælingu en konur. Eða hver hefur eiginlega bannað þeim að grenja?