Málið er rannsakað sem mansalsmál en ekki talið að um neins konar misnotkun sé að ræða. Til hamingju RÚV. Ykkur hefur tekist að ganga lengra en Stígamót í því að svipta orðið mansal merkingu sinni.

Mansal er í dag notað um öll viðskipti með fólk svo ef þetta er rannsakað sem mansalsmál þá er annaðhvort grunur um barnsrán eða að þau hafi keypt barnið. Það að fram komi að ekki leiki grunur á „misnotkun“ vekur hinsvegar spurningu um það hvort þau hafi borgað staðgöngumóður fyrir þjónustu. Ef svo er þá er það ekki mansal og óþolandi að þessu tvennu skuli vera ruglað saman. Í því tilviki væru þau hinsvegar líffræðilega skyld barninu. Það er útilokað að ráða af fréttinni hvað þetta snýst um en að tala um mansal sem eitthvað sem ekki er misnotkun, það er krossvangefið.