Ég hef engan áhuga á íþróttum en mig svíður í réttlætiskenndina þegar fólki er mismunað vegna kynferðis síns. Sjaldan hefur reynt jafn mikið á blöskurspan mitt og þegar ég heyrði stjórnarmann KSÍ lýsa því yfir í Kastljósinu að stelpurnar ættu nú bara að gera sig ánægðar með heiðurinn af því að fá að spila fyrir landsliðið. Af hverju í ósköpunum eru strákarnir þá ekki á sömu kjörum og fá greitt í heiðri og leikgleði?
Ég sá ekki þessa færslu fyrr en í dag. Finnst hún þess virði að lesa hana.