Fyrirlestur um hrunið, á ensku

Oft hefur verið um það talað að rétt væri að þýða skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið á ensku, til að gera útlendingum kleift að kynna sér þá ítarlegu úttekt sem þar var gerð á orsökum og atburðarás.  Stjórnvöld hafa engan áhuga sýnt á því, og þess vegna hefur ekki verið hægt að benda útlendingum á neitt bitastætt um hrunið.

Halda áfram að lesa

Berjumst gegn ofbeldi bænda

Á Íslandi ríkir bændaveldi.  Í þúsund ár voru það bændur sem réðu lögum og lofum, kúguðu hjúin og komu í veg fyrir að almenningur gæti um frjálst höfuð strokið, hvað þá að alþýðan gæti starfað við það sem henni sýndist, og engir komust til mennta nema þeir sem áttu ríka bændur að.  Allar valdastöður í landinu voru í þúsund ár mannaðar bændum; bæði sýslumenn og prestar voru bændur, sem og allir héraðshöfðingjar aftur til landnámsaldar.  Bændur réðu öllu atvinnulífi landsins í meira en tíu aldir, ekki bara landbúnaðinum heldur einnig öllum sjávarútvegi fram á síðustu öld, þar sem þeir kúguðu vinnumenn sína til sjósóknar og meinuðu öðrum að sækja sjó.

Halda áfram að lesa

Leyndarhyggja sjálfhverfra stjórnmálamanna

Í frumvarpi að nýjum upplýsingalögum, sem haldið er fram að muni auka aðgengi almennings að upplýsingum í fórum hins opinbera, er meðal annars að finna ákvæði um að sumum opinberum upplýsingum megi halda leyndum í 110 ár.  Vel má vera að hægt sé, með frjóu ímyndunarafl, að láta sér detta í hug opinberar upplýsingar sem slíkt ætti að gilda um.  Hitt er verra, að þetta ákvæði, sem og allur andi laganna, afhjúpar hugsunarhátt sem ætti að vera farinn á öskuhauga sögunnar, ekki síst í ljósi þeirra hörmunga sem hafa dunið yfir stjórnsýslu landsins síðustu árin. Halda áfram að lesa