Í hádegisfréttum útvarps í dag sagði Ástráður Haraldsson að það væri eðlilegt að hann tæki aftur sæti í Landskjörstjórn, af því að hann nyti trausts Alþingis. Hann minntist ekki á að þetta sama Alþingi nýtur trausts um tíu prósenta þjóðarinnar, og því er traustsyfirlýsing þess engin yfirlýsing um traust þeirra sem þurfa að treysta honum, almennings í landinu. Auk þess er það skrípaleikur að segja af sér embætti og setjast í það aftur mánuði síðar. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Landskjörstjórn
Alþingi sýnir f-merkið
Fyrir fáum vikum sagði Landskjörstjórn af sér, þar með talinn formaður hennar, Ástráður Haraldsson, af því að kosningin til Stjórnlagaþings var úrskurðuð ógild fyrir handvömm kjörstjórnarinnar. Það er hægt að hafa ólíkar skoðanir á úrskurðinum, en það tíðkast í þeim löndum sem við viljum helst bera okkur saman við að segja af sér embætti ef maður nýtur ekki trausts þeirra sem yfir mann eru settir. Fyrir því er góð ástæða, jafnvel þótt maður sé ósammála þeim sem ræður för, og það er sérlega mikilvægt að kjörstjórn njóti óskoraðs trausts. Halda áfram að lesa
Bankarnir skipa stjórn Fjármálaeftirlitsins
Fyrirsögnin á þessum pistli er röng, en til þess gerð að draga athyglina að staðreynd sem er álíka fáránleg. Eins og sjá má hér er það venjan að flokkarnir á Alþingi velji fulltrúa sína í Landskjörstjórn. Mér dettur ekki í hug að halda að þetta hafi valdið því að svindlað hafi verið í kosningum. Það er hins vegar lýsandi dæmi fyrir hugsunarhátt sem gegnsýrir íslenska stjórnsýslu, og er ekki í lagi: Að ríkisvaldið sé til fyrir stjórnmálaflokkana, en ekki fyrir almenning. Halda áfram að lesa