Hið ómeðvitaða samsæri heimskunnar

Þótt ég sé með hálfgert ofnæmi fyrir hnyttnum tilvitnunum, vegna þess hve þær eru ofnotaðar (ekki síst ef maður ferðast um á Facebook), þá á ég mér samt uppáhalds „tilvitnun“.  Hún er svona á ensku: „Never attribute to conspiracy what can be adequately explained by stupidity“.  Þessu mætti snara svo á íslensku: „Ekki líta á það sem samsæri sem auðvelt er að útskýra með heimsku“.

Halda áfram að lesa

Gullgerðarmenn Íslands

Í sumar birtist skýrsla þar sem Íslendingum var lofað gulli og grænum skógum, á við olíuauð Norðmanna, ef Landsvirkjun fengi bara að virkja nóg. Í gær og í dag birtust í fleiri fjölmiðlum fréttir um að tilteknir „sérfræðingar“ segi að tillögur um breytingar á Rammaáætlun gætu kostað íslenskt samfélag allt að 270 milljarða króna á næstu fjórum árum (og staðhæfingar „sérfræðinganna“ eru kynntar á Alþingi sem staðreyndir). Halda áfram að lesa

Um Landsvirkjun, hræGamma og Porter

Í gær kynnti Landsvirkjun nýja framtíðarsýn.  Í stuttu máli er hér lofað gulli og grænum skógum, nánar tiltekið að Landsvirkjun muni skapa tólf þúsund ný störf á næstu árum, að fyrirtækið muni skila ríkissjóði tugum milljarða króna árlega í framtíðinni og að þetta muni „hafa ámóta áhrif á lífskjör á Íslandi og olíuiðnaðurinn í Noregi.“ Halda áfram að lesa