Ögmundur er auðvaldssinni

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur ekki haft sig í frammi varðandi þann skuldavanda sem stór hluti íslenskra heimila er að kikna undir (og sem stafar af því að bankarnir hafa fengið að mergsjúga skuldarana í skjóli ríkisstjórnarinnar, sem neitar að taka verðtrygginguna úr sambandi, hvað þá að færa niður stökkbreyttu lánin).Ögmundur virðist heldur ekkert hafa við það að athuga að bankarnir hafa grætt tvö hundruð milljarða frá hruni, ekki síst á þeim húsnæðislánum sem svo margt fólk er að kikna undir. Halda áfram að lesa

Örsögur úr hruninu og undirskriftasöfnun HH

Tölurnar í eftirfarandi sögum eru ekki nákvæmar, en nógu nærri lagi til að kjarni málsins sé réttur.

Manneskja A keypti, fyrir hrun, íbúð sem kostaði 21 milljón.  Hún átti 7 milljónir sjálf sem hún setti í þetta, og tók 14 að láni, með verðtryggingu.  Lánið var sem sé fyrir 67% af andvirði íbúðarinnar, sem telst yfirleitt varkárt í slíkum viðskiptum, í löndum þar sem efnahagslífið er ekki í tómu rugli, og þar sem hægt er að treysta stjórnvöldum til að gera allt sem þau geta til að borgararnir lendi ekki í stórum stíl í óyfirstíganlegum vandræðum ef þeir haga sér skynsamlega. Halda áfram að lesa