Það er best að taka fram strax að þær tölur sem hér eru nefndar eru alls ekki nákvæmar. En þær eru nógu nálægt lagi til að gefa raunsanna mynd af fáránleika málsins. Það er líka rétt að taka fram að þótt ég fjalli ekki um Háskólann í Reykjavík, þá er ekki allt í sómanum þar, þótt vandamálið sem ýjað er að í fyrirsögninni eigi síður við þar.
Greinasafn fyrir merki: Endurskipulagning háskólakerfisins
Ranghugmyndir um háskólastarf og 2007
Nýlega kom fram þingsályktunartillaga „um sameiningu háskólastofnana og rekstur tveggja öflugra háskóla.“ Fyrir henni talaði Baldur Þórhallsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, og prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þessi tillaga er ansi barnaleg og lýsir auk þess litlum skilningi á góðu háskólastarfi. Í henni segir meðal annars (og maður spyr sig hvort enn sé árið 2007): „Þannig verði starfræktar tvær vísindastofnanir á landinu með nokkrar starfsstöðvar sem hafi getu til að vinna að rannsóknum og bjóða upp á háskólakennslu eins og best gerist í heiminum.“ Halda áfram að lesa