Því er stundum haldið fram að Íslendingar trúi á álfa og huldufólk. Um þetta má deila, en fæstir vita þó uppruna þessarar trúar á álfatrú landsmanna. Lausleg athugun leiðir eftirfarandi í ljós (í samræmi við þær hefðir sem virðast gilda í umræðum um þessi mál og skyld verður hér vandlega forðast að geta heimilda eða áreiðanlegra gagna): Halda áfram að lesa
Stjórnlagaráð, kynjakvótar og jafnt vægi atkvæða
Eins og sjá má í Áfangaskjali stjórnlagaráðs er lagt til að setja megi „í lög ákvæði um lágmarkshlutfall karla og kvenna“ í kosningum til Alþingis. Svo virðist sem flest stjórnlagaráðsfólk geri sér ekki grein fyrir að með þessu er brotið gegn þeirri grundvallarreglu sem flestir virðast vera sammála um í orði, nefnilega að öll atkvæði eigi að vega jafnt í kosningum til Alþingis. Halda áfram að lesa
Einn maður eitt atkvæði — en sum atkvæði vega þyngra en önnur
Í þessari frétt segir meðal annars: „Sú nefnd stjórnlagaráðs sem fjallar um kjördæmaskipan og þingkosningar leggur til talsverðar breytingar á fyrirkomulagi kosninga til Alþingis og vill að atkvæði kjósenda alls staðar á landinu vegi jafnt líkt og þjóðfundur lagði mikla áherslu á.“ Halda áfram að lesa
Ranghugmyndir um háskólastarf og 2007
Nýlega kom fram þingsályktunartillaga „um sameiningu háskólastofnana og rekstur tveggja öflugra háskóla.“ Fyrir henni talaði Baldur Þórhallsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, og prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Þessi tillaga er ansi barnaleg og lýsir auk þess litlum skilningi á góðu háskólastarfi. Í henni segir meðal annars (og maður spyr sig hvort enn sé árið 2007): „Þannig verði starfræktar tvær vísindastofnanir á landinu með nokkrar starfsstöðvar sem hafi getu til að vinna að rannsóknum og bjóða upp á háskólakennslu eins og best gerist í heiminum.“ Halda áfram að lesa
Langt mál Karls Th. — lítil svör
Ritstjóri Eyjunnar, Karl Th. Birgisson, reynir í pistli að útskýra hvað ritstjórn Eyjunnar var að hugsa þegar hún birti númerið á bíl manns sem grunaður er um morð. Einnig er fjallað um málið í þessari frétt á Eyjunni. Halda áfram að lesa