Svolítil umræða hefur spunnist öðru hverju síðustu mánuði um 25. grein stjórnarskrárinnar, sem hljóðar svo:
Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.
Svolítil umræða hefur spunnist öðru hverju síðustu mánuði um 25. grein stjórnarskrárinnar, sem hljóðar svo:
Forseti lýðveldisins getur látið leggja fyrir Alþingi frumvörp til laga og annarra samþykkta.
Þóra Arnórsdóttir hefur nú sagt nokkuð skýrt frá afstöðu sinni til forsetaembættisins. Í því kemur fátt á óvart, því hér er ekki um neitt nýtt að ræða, heldur staðfestir hún vandlega þá afturhaldssömu mynd sem hún hefur af embættinu. Hér eru nokkrar úrklippur úr ræðu hennar frá í dag, og athugasemdir við hana. Halda áfram að lesa
Í yfirlýsingu sem Ólafur Ragnar Grímsson sendi frá sér 4. mars segir eftirfarandi:
Það er þó einlæg ósk mín að þjóðin muni sýna því skilning þegar stöðugleiki hefur skapast í stjórnskipan landsins og stjórnarfari og staða okkar í samfélagi þjóðanna hefur skýrst ákveði ég að hverfa til annarra verkefna áður en kjörtímabilið er á enda og forsetakjör fari þá fram fyrr en ella.
Því var lengi haldið fram að 26. grein stjórnarskrárinnar (sem fjallar um hvað gerist ef forseti synjar lögum staðfestingar) væri ekki „virk“, þ.e.a.s. að forseti gæti ekki neitað að skrifa undir lög. Annað er komið á daginn, og enginn reynir lengur að halda fram að forseti hafi ekki þennan rétt. Halda áfram að lesa
Ég er ekki andkapítalisti, í þeim skilningi að ég er fylgjandi sem mestu frelsi fyrir einkaframtak og óheft viðskipti, að því tilskildu að komið sé í veg fyrir óeðlileg forréttindi og fákeppni. Ég er líka fylgjandi sem mestri alþjóðavæðingu, í þeim skilningi að ég vil sem minnst höft á samskiptum fólks og fyrirtækja yfir landamæri. En, ofar öllu þessu stendur krafan um mannréttindi öllum til handa, alltaf og alls staðar. Halda áfram að lesa