Magnús Orri spinnur þvæluvefinn

Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, er á lista yfir þá þingmenn sem segjast vilja samþykkja stjórnarskrárfrumvarpið í heild sinni.  (Ég skrifaði honum í gær og spurði hvort einhver misskilningur byggi að baki skráningunni á þessari síðu, en hef ekki fengið svar við því.)

Halda áfram að lesa

Chamberlain Samfylkingarinnar – biluð plata

Þegar ég var táningur átti vinur minn einn hljómplötu sem við hlustuðum oft á.  Ég man litið eftir henni nema hvað í einum textanum var fjallað um seinni heimsstyrjöldina.  Þar voru spiluð hin frægu orð Chamberlains forsætisráðherra Bretlands, þegar hann kom heim af fundi með kanslara Þýskalands í München í september 1938:

Halda áfram að lesa

Spuni Þórunnar Sveinbjarnardóttur

Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrum alþingismaður og núverandi flokksstjórnarmeðlimur í Samfylkingunni, skrifaði pistil um stjórnarskrármálið á Eyjuna í gær.  Þar reynir hún að verja afstöðu formanns Samfylkingarinnar í málinu, en hann vildi sem kunnugt er „semja“ við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk um að málinu yrði haldið áfram á næsta þingi, fremur en að afgreiða það fyrir þinglok í vor. Halda áfram að lesa

Opið bréf til Árna Páls Árnasonar

Eftirfarandi póst sendi ég Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, í gærkvöldi.
______________________________________________________________________
Sæll Árni Páll
Nú hafa 32 þingmenn lýst yfir að þeir vilji samþykkja nýja stjórnarskrá á þessu þingi. Að vísu veit ég ekki hvort Kristján Möller er kominn aftur á þing og varamaður hans farinn út, en sé svo vantar hvort sem er ekki nema eitt atkvæði til að málinu sé tryggður meirihluti.

Halda áfram að lesa