Greinasafn fyrir flokkinn: Lýðræðismál og stjórnarskrá
Framboð ættu að sameinast
Þrjátíu gullpeningar handa Ástu R.
Vegna mikils verðfalls á silfri síðustu tvö þúsund árin hefur verið ákveðið að leysa Ástu R. Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, út með þrjátíu gullpeningum þegar hún lýkur störfum í vor.
Í öðru og þriðja sæti eru Árni Páll Árnason og Katrín Jakobsdóttir. Þau verða að láta sér nægja silfur í þetta sinn, en á næsta þingi verður Ásta ekki meðal keppenda, svo möguleikar þeirra á gulli ættu að aukast umtalsvert.
Þrjátíu bronspeninga fær Guðmundur Steingrímsson. Hann er nýliði í bransanum og enn ekki ljóst hvort hann hefur til lengdar þann sálarstyrk sem þarf til að vinna þau verk sem að jafnaði hafa verið launuð með þrjátíu silfurpeningum.
Fullt gjald eða „eðlilegt“ fyrir auðlindir?
Eitt af því sem of lítið virðist spurt um í fjölmiðlum í því fjaðrafoki sem stendur yfir á Alþingi vegna stjórnarskrárfrumvarpsins er breytingatillaga fjögurra stjórnarliða, þeirra Oddnýjar G. Harðardóttur, Álfheiðar Ingadóttur, Árna Þórs Sigurðssonar og Skúla Helgasonar. Þetta er breytingatillaga við þá tillögu formanna Samfylkingar, VG og Bjartrar Framtíðar að samþykkja á þessu þingi bara þá breytingu á stjórnarskrá að henni megi breyta með því að Alþingi samþykki það og síðan séu breytingarnar samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Halda áfram að lesa
Endalok Samfylkingarinnar?
Samfylkingin var upphaflega stofnuð til að sameina fólk sem taldi sig til vinstri í samfélagsmálum, þ.e.a.s. félagshyggjufólk. Það tókst að vísu ekki fullkomlega þar sem sumt „vinstrafólk“ vildi frekar verða beinir arftakar Alþýðubandalagsins en að taka þátt í sameiningu allra á vinstri vængnum. Reyndar virðast Vinstri Græn hvorki vera sérstaklega vinstrisinnuð né græn miðað við framgöngu sína á kjörtímabilinu, og það er táknrænt að þau ætli að ljúka því með því að samþykkja milljarða styrki til þeirra stórkapítalista sem vilja byggja stóriðju á Bakka, með tilheyrandi náttúruspjöllum vegna nauðsynlegra virkjana. En það er annað mál …
Halda áfram að lesa