Eitt af því sem of lítið virðist spurt um í fjölmiðlum í því fjaðrafoki sem stendur yfir á Alþingi vegna stjórnarskrárfrumvarpsins er breytingatillaga fjögurra stjórnarliða, þeirra Oddnýjar G. Harðardóttur, Álfheiðar Ingadóttur, Árna Þórs Sigurðssonar og Skúla Helgasonar. Þetta er breytingatillaga við þá tillögu formanna Samfylkingar, VG og Bjartrar Framtíðar að samþykkja á þessu þingi bara þá breytingu á stjórnarskrá að henni megi breyta með því að Alþingi samþykki það og síðan séu breytingarnar samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Halda áfram að lesa