Þótt tillaga Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá sé ekki mjög róttæk er nokkuð öruggt að hún muni mæta mikilli andstöðu þeirra afla sem ekki mega til þess hugsa að hróflað verði við því stjórnarfari sem hér hefur ríkt í áratugi. Þar á meðal eru ýmis voldug hagsmunasamtök (t.d. LÍÚ) og allir stjórnmálaflokkarnir fjórir sem hafa drottnað yfir ríkisvaldinu og notað það fyrir ýmislegt annað en hagsmuni þess almennings sem það ætti að þjóna. Þessum öflum hefur tekist að koma í veg fyrir teljandi breytingar á stjórnarskránni frá lýðveldisstofnun, þótt lagt hafi verið upp með að hana ætti að endurskoða fljótlega þegar hún var tekin upp fyrir sextíu og sjö árum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Lýðræðismál og stjórnarskrá
Spillingarsnillingar
Hér að neðan er útdráttur úr frétt í DV. Fyrir þrjátíu árum varð til hugtakið „löglegt en siðlaust“. Það var Vilmundur Gylfason sem sagði þessi fleygu orð um þá spillingu sem hafði þá þegar gegnsýrt íslenska stjórnsýslu í áratugi. Ætla hefði mátt að þessi afhjúpun á eðli íslenska valdakerfisins yrði til að gera spillingaröflunum erfiðara fyrir, og þá varkárari sem gert hafa út á hana. Raunin hefur orðið allt önnur. Kjötkatlamennirnir hafa eflst að allri dáð, og eru nú sannkallaðir spillingarsnillingar. Halda áfram að lesa
Stjórnlagaráð, persónukjör og flokksræði
Í Stjórnlagaráði er nú tekist á um hvaða ákvæði eigi að vera í stjórnarskrá um kosningafyrirkomulag. Líklega er óhætt að segja að sú krafa eigi mikinn hljómgrunn meðal almennings að opnað verði fyrir persónukjör, enda margir búnir að fá nóg af flokksræðinu sem hefur tröllriðið valdakerfinu í áratugi, og á eflaust sinn þátt í að Alþingi hefur sjálft rúið sig öllu trausti. Halda áfram að lesa
Vill Stjórnlagaráð flokksræðið áfram?
Á vef Stjórnlagaráðs er sagt frá nýsamþykktum tillögum þess um löggjafarmál og fleira. Þar segir meðal annars:
Í tillögunum kemur fram að við stjórnarmyndun muni Alþingi nú kjósa forsætisráðherra, en forseti Íslands verði eins konar verkstjóri í viðræðum milli þingflokka, líkt og verið hefur.
Í tillögu ráðsins stendur nákvæmlega þetta: Halda áfram að lesa
Stjórnlagaráð, kynjakvótar og jafnt vægi atkvæða
Eins og sjá má í Áfangaskjali stjórnlagaráðs er lagt til að setja megi „í lög ákvæði um lágmarkshlutfall karla og kvenna“ í kosningum til Alþingis. Svo virðist sem flest stjórnlagaráðsfólk geri sér ekki grein fyrir að með þessu er brotið gegn þeirri grundvallarreglu sem flestir virðast vera sammála um í orði, nefnilega að öll atkvæði eigi að vega jafnt í kosningum til Alþingis. Halda áfram að lesa