Chamberlain Samfylkingarinnar – biluð plata

Þegar ég var táningur átti vinur minn einn hljómplötu sem við hlustuðum oft á.  Ég man litið eftir henni nema hvað í einum textanum var fjallað um seinni heimsstyrjöldina.  Þar voru spiluð hin frægu orð Chamberlains forsætisráðherra Bretlands, þegar hann kom heim af fundi með kanslara Þýskalands í München í september 1938:

Halda áfram að lesa

Spuni Þórunnar Sveinbjarnardóttur

Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrum alþingismaður og núverandi flokksstjórnarmeðlimur í Samfylkingunni, skrifaði pistil um stjórnarskrármálið á Eyjuna í gær.  Þar reynir hún að verja afstöðu formanns Samfylkingarinnar í málinu, en hann vildi sem kunnugt er „semja“ við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk um að málinu yrði haldið áfram á næsta þingi, fremur en að afgreiða það fyrir þinglok í vor. Halda áfram að lesa

Opið bréf til Árna Páls Árnasonar

Eftirfarandi póst sendi ég Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, í gærkvöldi.
______________________________________________________________________
Sæll Árni Páll
Nú hafa 32 þingmenn lýst yfir að þeir vilji samþykkja nýja stjórnarskrá á þessu þingi. Að vísu veit ég ekki hvort Kristján Möller er kominn aftur á þing og varamaður hans farinn út, en sé svo vantar hvort sem er ekki nema eitt atkvæði til að málinu sé tryggður meirihluti.

Halda áfram að lesa

Árni og Ásta ein eftir í dauðasveitinni

Samkvæmt þessari síðu hafa nú 30 þingmenn lýst yfir að þeir styðji stjórnarskrárfrumvarpið.  Það þýðir að einungis þarf tvo í viðbót til að frumvarpið verði samþykkt, þótt allir aðrir greiði atkvæði gegn því.  Á já-listann vantar bæði Árna Pál Árnason formann Samfylkingarinnar og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur þingforseta.  Þegar Árni talar um að ekki sé hægt að koma frumvarpinu í gegnum þingið, og þegar Ásta neitar að setja það á dagskrá, þá eru þau því einungis að segja að þau myndu sjálf greiða atkvæði gegn því, væntanlega af því að þau vilja drepa það.

Vonandi tekst samflokksfólki Árna og Ástu að koma vitinu fyrir þau.