Ekki vara við ef hætta er á ferðum!

Í lögum um Fjármálastöðugleikaráð stendur eftirfarandi:
„Fjármálastöðugleikaráð birtir tilmæli sín og rökstuðning fyrir þeim í heild eða að hluta, nema birting þeirra geti haft neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika. Fari stjórnvald ekki að tilmælum fjármálastöðugleikaráðs skal einnig birta skriflegan rökstuðning viðeigandi stjórnvalds nema birtingin geti haft neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika.“

Halda áfram að lesa

Alnafna dóttur þingflokksformannsins

Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram tillögu til þingsályktunar um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir „stofnun rannsóknarklasa á sviði taugavísinda og taugahrörnunarsjúkdóma“.  Ýmsir hafa látið heyra það í sér að ekki sé gott að þingmenn reyni að handstýra vísindastarfi í landinu, enda sé ómögulegt að sjá fyrir á hvaða sviðum líklegast sé að framfarir verði í vísindarannsóknum, og alls ekki sé hægt að tryggja árangur á tilteknu sérsviði með því að veita í það fé.

Halda áfram að lesa

Skinkumelluhugmyndafræði í Flensborg

Í framhaldi af þessari grein sem einnig birtist í Kvennablaðinu í gær.

Þess má geta að ég skrifaði Magnúsi skólameistara í Flensborg í fyrrakvöld og bar upp nokkrar spurningar um þá „hugmyndafræði“ sem hann segir að karakterar skemmtikraftanna umræddu samrýmist ekki.  Magnús vildi ekki svara, en spurði í staðinn í hvaða tilgangi ég kallaði eftir svörum við þessu.  Ég útskýrði fyrir honum (þótt mér finnist ósæmilegt af forstöðumönnum opinberra stofnana að krefja spyrjendur um slíkt) að ég teldi eðlilegt að almennir borgarar grennslist fyrir um hvernig  starfsemi opinberra stofnana er háttað.  Þegar ég svo spurði aftur hvenær ég mætti búast við svörum sagði Magnús þetta: Halda áfram að lesa

Rangfærslur og útúrsnúningar Hönnu Birnu

Mikið hefur verið fjallað um sjónvarpsviðtölin við Hönnu Birnu á Stöð 2 og í Kastljósi í fyrrakvöld, sem og fyrri yfirlýsingar hennar um lekamálið.  Ekki er vanþörf á, því Hanna Birna hefur ekki skirrst við að ljúga að Alþingi, og það oftar en einu sinni, auk þess sem hún vék sér hjá því að svara öllum spurningum í umræddum viðtölum.  Í staðinn fór hún út í móa í miðri fyrstu setningu á eftir hverri slíkri spurningu.  Hanna Birna er útsmogin í þessari iðju, og hún er líka nógu laus við þær siðferðiskröfur sem nokkurn veginn heilbrigt fólk gerir til sjálfs sín, en það er líklega nauðsynlegt til að halda út svo lengi að fara með endalaus og augljós ósannindi um sama málið.

Halda áfram að lesa