Ráðgátan um hugmyndafræði (skólameistara) Flensborgarskóla

Í frétt í DV í gær var sagt frá því að Magnús Þorkelsson, skólameistari Flensborgarskóla, hefði lagst gegn því að tveir tilteknir skemmtikraftar kæmu fram sem plötusnúðar á nýnemaballi skólans.  Svona útskýrir Magnús þessi ástæðuna:

„Þetta er búið að vera heilmikið umræðuefni frá því að við vissum að þessir listamenn væru ráðnir. Við lögðumst gegn því vegna þess að okkur fannst þessir persónuleikar ekki samrýmast þeirri hugmyndafræði sem við leggjum upp með í sambandi við samskipti kynjanna og annað slíkt.“

„Það sem við töldum okkur standa frammi fyrir var það að þarna væru einhver mörk sem væri verið að fara yfir og við vildum ekki vera að taka þátt í því, …“

Magnús útskýrir hvorki hvaða hugmyndafræði er um að ræða, né heldur hvernig persónuleikar umræddra skemmtikrafta „samrýmist“ henni ekki, eða af hverju „persónuleikar“ skemmtikrafta þurfi yfirleitt að samrýmast einhverri hugmyndafræði.

Auðvitað má giska á að fyrir Magnúsi vaki einhvers konar umhyggja um nemendur skólans og velferð þeirra. En þá má líka velta fyrir sér hvort Magnús telur þessa framgöngu sína vera góða fyrirmynd fyrir nemendur þegar tjáningarfrelsi og önnur borgarleg réttindi eru annars vegar.  Og hvort skólinn ætti kannski að þjálfa þá í að taka afstöðu sjálfir til ýmissa álitaefna, á grundvelli eigin gagnrýnu hugsunar, frekar en með valdboði að ofan.

Hitt er svo annað mál að það er talsverð ráðgáta hvaða hugmyndafræði það er sem Magnús Þorkelsson aðhyllist í þessum efnum.  Að minnsta kosti þegar skoðaðir eru textar annars þeirra sem samið var um að fá í staðinn fyrir hina sem ekki féllu að hugmyndafræði hans. Hér er brot úr einum slíkum texta, sem má finna allan á þessari slóð, og svo í afar lýsandi hugmyndafræðilegu myndbandi hérna.

Hér virðist sem sagt vera komin hugmyndafræði „í sambandi við samskipti kynjanna og annað slíkt“ sem Magnús telur hæfilega fyrir nemendur sína:

Kvótalaus á miðunum
hangi með liðinu,
halaðir á prikinu
skinkur nýfallnar og volgar úr Byrginu
mella er mín kapella
Hnakka slöttt,
sem pakkar skott
og þannig er ‘etta
fokkum í hórum
hómí, við lókum
mitt geim er dörtí
eins og pólskur dólgur

Deildu færslunni