Þetta er nú dálítið vangefið

Kæra Freyja

Það er enginn að gera lítið úr fötluðum með því að benda á hið augljósa, að fötlun skerðir möguleika fólks á að vera sjálfbjarga.

Ég ber mikla virðingu fyrir þinni baráttu fyrir réttindum fatlaðra og finnst þú stórkostlegur karakter. En ég er fegin að vera ekki í þinni aðstöðu og ég mér finnst jákvætt þegar tekst að ráða við sjúkdóma sem með tímanum valda fötlun. Mér þætti líka jákvætt að vilja koma í veg fyrir að ríkisútvarpið lamist. Lamist í þeirri merkingu að geta ekki sinnt hlutverki sínu, alveg eins og lamaður líkami getur ekki sinnt þörfum manneskjunnar sem hann hýsir.

Vítisengill með áfallastreituröskun

e boomEinar „Boom“ Marteinsson krefst skaðabóta vegna ólögmæts gæsluvarðhalds. Það myndi ég líka gera í hans sporum. Maðurinn sat í fangelsi í fimm mánuði, þar af tvo í einangrun enda þótt ekkert hefði komið fram sem bendlaði hann við líkamsárás sem í fjölmiðlum var kölluð „vítisenglamálið“ (þótt þar hefði enginn vítisengill komið nærri.) Halda áfram að lesa

Grimmdin, heimskan og fimmstjörnu hótelin

Umræðan um mál stúlknanna sem sitja í fangelsi í Tékklandi fyrir kókaínsmygl gerir mig bæði sorgmædda og reiða.

Eins og venjulega þegar málefni fanga ber á góma er ógeðið í umræðunni yfirþyrmandi. Það hlakkar beinlínis í sumum þeirra sem tjá sig um málið og þeir skammast sín ekki einu sinni fyrir illgirnina heldur freta henni yfir internetið og auka þannig enn á þjáningar vandamanna stúlknanna. Halda áfram að lesa