Ætti að leggja niður ávörp í þingsal?

Finnst þér að þingmenn eigi að ráða því sjálfir hvort þeir nota ávörpin háttvirtur þingmaður og hæstvirtur ráðherra, þegar þeir tala úr ræðustól?

Ef þeir mega ráða því sjálfir, finnst þér þá að megi samt skikka þá til að nota aðra tiltla, svosem herra og frú?

Hvort er hallærislegra að segja háttvirtur þingmaður eða herra Jón Þór, þegar maður ávarpar Jón Þór Ólafsson?

Tjásur:
Halda áfram að lesa

Myndir þú ráða þjóf til að uppræta þjófnað?

Setjum sem svo að þú eigir stóra verslunarkeðju. Reksturinn gengur almennt vel en búðaþjófnaður er þó óhóflega stórt vandamál og öryggiskerfið sem þú ert með stendur ekki undir kostnaði. Til þín kemur maður sem kynnir sig sem fyrrverandi búðarþjóf og vill fá vinnu við að uppræta búðarþjófnað. Hann segir þér að hann hafi margra ára reynslu sem búðarþjófur og hafi aldrei náðst. Hann geti sagt þér nákvæmlega hvernig þjófar hugsi, hvað fyrirtækið sé að gera vitlaust og hvernig hægt sé að laga það með lágmarks kostnaði. Hann framvísar hreinu sakavottorði og ekkert í fari hans bendir til annars en að hann sé reglusamur og áreiðanlegur. Núverandi vinnuveitandi, eigandi trésmíðaverkstæðis, (sem veit ekkert um feril hans) gefur honum frábær meðmæli, segir hann lipran í samskiptum, stundvísan og vandvirkan.

Ræður þú manninn í vinnu?

Tjásur:

Halda áfram að lesa

Ef skólaskylda yrði afnumin?

Hvað ef skólaskylda yrði afnumin?

Ég á ekki við að krökkum í 8. bekk yrði einn góðan veðurdag tilkynnt að þau réðu því sjálf hvort þau mættu í skólann. Mér þætti meira vit í að afnema skólaskyldu á 10 árum. Hún yrði þá fyrst afnumin í 1. bekk og svo næsta ár héldist skólaskylduleysið hjá þeim börnum (sem þá væru í 2. bekk) og yngsti hópurinn bættist við. Hinu opinbera bæri eftir sem áður skylda til að tryggja öllum skólavist, munurinn yrði sá að það væri sett í hendur foreldra hvort þeir vildu sinna menntun barna sinna sjálfir eða láta skólakerfið um hana.

Teljið þið að þetta myndi breyta einhverju? Hverjar yrðu þær breytingar? Hver yrðu helstu vandamál og hverjir yrðu kostirnir?

 

Einhliða umfjöllun?

Screenshot from 2014-08-26 12:43:33

Í þessari viku gekk fram af mér. Tvisvar. Fyrst þegar ég sá því haldið fram, í langri umfjöllun Nýs lífs um upplifun Guðnýjar Rósar Vilhjálmsdóttur af Agli Einarssyni og Guðríði Jónsdóttur, að aðeins önnur hlið málsins (þ.e. hlið Egils) hefði komið fram. Halda áfram að lesa

Samfélag og fyrirgefning

Þegar upp koma hneykslismál verður fólki tíðrætt um iðrun og fyrirgefningu. Þess er krafist að stofnanir, stjórnmálamenn og frægt fólk, sem hefur á einhvern hátt misboðið siðareglum samfélagsins, viðurkenni misgjörðir sínar og sýni iðrun. Opinber afsökunarbeiðni virðist þó sjaldan ef nokkurntíma duga til þess að viðkomandi fái fyrirgefningu. Halda áfram að lesa