Myndir þú ráða þjóf til að uppræta þjófnað?

Setjum sem svo að þú eigir stóra verslunarkeðju. Reksturinn gengur almennt vel en búðaþjófnaður er þó óhóflega stórt vandamál og öryggiskerfið sem þú ert með stendur ekki undir kostnaði. Til þín kemur maður sem kynnir sig sem fyrrverandi búðarþjóf og vill fá vinnu við að uppræta búðarþjófnað. Hann segir þér að hann hafi margra ára reynslu sem búðarþjófur og hafi aldrei náðst. Hann geti sagt þér nákvæmlega hvernig þjófar hugsi, hvað fyrirtækið sé að gera vitlaust og hvernig hægt sé að laga það með lágmarks kostnaði. Hann framvísar hreinu sakavottorði og ekkert í fari hans bendir til annars en að hann sé reglusamur og áreiðanlegur. Núverandi vinnuveitandi, eigandi trésmíðaverkstæðis, (sem veit ekkert um feril hans) gefur honum frábær meðmæli, segir hann lipran í samskiptum, stundvísan og vandvirkan.

Ræður þú manninn í vinnu?

Tjásur:

 

  • já, ég myndi ráða hann. Hann veit sem er úr því hann kynnir sig sem þjóf að þú munt hafa auga með honum, hefði ekkert þurft að kynna sig svona.

 

  • Ég geng út frá því að þú ætlir að ráða hann til að uppræta þjófnað. Ef þjófnaður er stórt vandamál og hann tekur ekki of mikið fyrir að koma með tillögur myndi ég ráða hann. Ég myndi hins vegar hafa auga með honum allan tímann og ekki sleppa honum í bókhaldið🙂

 

 

  • Virkar eitthvað að fight fire with fire? Hvort er líklegra að hann hafi séð ljósið og sagt skilið við fyrralíferni – eða er að undirbúa enn stærri glæp með því að verða “insider”..
  • Já, allavega frekar en konu á barneignaraldri…
    • Posted by: Hulla | 19.02.2008 | 20:02:40