Eins og ég er nú almennt hlynnt því að fólk hafi frelsi til þess að gera það sem því bara sýnist, þá eru samt til aðstæður þar sem mér finnst ástæða til að slá varnagla. Dæmin sanna að útlendingar hafa oft ekki hugmynd um hvað þeir eru að fara út í þegar þeir þvælast án leiðsagnar upp á jökla og þótt það megi teljast með ólíkindum að hafa alist upp á Íslandi án þess að komast að því að snarvitlaust veður getur skollið á með litlum fyrirvara, þá gerist það enn að Íslendingar týnist uppi á fjöllum. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: umhverfismál
Aldrei þessu vant er ég sammála Geir
Líklega er búið að ákveða að álver rísi á Bakka, hvort sem náttúran þolir það eða ekki. Sú ákvörðun verður keyrð í gegn, hvað sem öllu umhverfismati líður. Það er því rökrétt hjá Geir að líta á umhverfismat sem óþarfa.
Aldrei þessu vant er ég sammála honum. Það þjónar ekki tilgangi að leggja í kostnað við mat á umhverfisáhrifum sem allir vita að eru bæði óviðunandi og óafturkræf. Ég virði Þórunni fyrir viðleitni hennar til að tefja málið en það eina sem mun skila árangri er að almenningur rísi upp gegn þessu stóriðjubrjálæði og steypi Geir og ríkisstjórn hans af stóli.
![]() |
Úrskurðurinn ónauðsynlegur |
Kjeeellingin gerir upp á milli ódáma – væl, væl
Hnuhh! Af hverju er svona hræðilegt að álver og aðrar stórframkvæmdir þurfi að fara í umhverfismat? Hafa menn kannski áhyggjur af því að þær standist ekki matið? Er svona mikil hætta á að ekki fáist leyfi til framkvæmda sem taldar eru líklegar til að valda óviðunandi skaða á náttúrunni?
Og ojojoj ljóta kerlingin að leyfa ekki Norðlendingum að skemmileggja líka fyrst Suðurnesjamenn komast upp með það. Er virkilega svona erfitt að sjá frekar lógíkina í því að stöðva ósómann í Helguvík? Hvernig gengur það gegn meðalhófi að láta menn taka afleiðingunum af því að byrja á svona svínaríi í leyfisleysi?
![]() |
Undirbúningur skemmra kominn |
Hvaða vandamál?
Kannski það vandamál að Landsvirkjun verði settur stóllinn fyrir dyrnar með að vaða yfir allt og alla án tillits til fólks og náttúru?
Landsvirkjun hefur iðulega vandamál í för með sér. Friðrik Zophusson er eitt þeirra.
![]() |
Kemur á óvart |
Saving Iceland á Ítalíu og í Sviss
Merkilegt með hergöng sem eru framleidd hjá fyrirtækjum Alcoa. Þau eru eingöngu notuð til að verja fólk. Ekki til að ráðast á neinn.
http://savingiceland.puscii.nl/?p=2409&language=is
Ég sé að í greinina vantar tengil en ég reikna með að þetta sé tengillinn sem átti að fylgja henni:
Og hér er svo smá á íslensku:
Í þágu þrælahalds
Það sem Landsvirkjun hefur á samviskunni er ekki bara það að rústa náttúru landsins og leggja saklaust fólk í einelti til þess að ná jörðunum þeirra af þeim. Landsvirkjun er líka að greiða veg þrælahaldara, fyritækis sem gengur svo langt í ómannúðlegri meðferð á þrælum sínum að í sumum tilvikum eru þeir látnir skíta á sig í bókstaflegri merkingu. http://www.nlcnet.org/article.php?id=447
![]() |
Mótmæla við Landsvirkjun |
|
Saving Iceland í höfuðstöðvum Landsvirkjunar
FYRIRHUGUÐUM VIRKJUNUM Í ÞJÓRSÁ OG SAMSTARFI VIÐ ALCOA MÓTMÆLT
REYKJAVÍK – Í morgun fóru 30 aktívistar frá Saving Iceland hópnum inn í höfuðstöðvar Landsvirkjunnar, Háaleitisbraut 68, og trufluðu vinnu til að mótmæla fyrirhuguðum Þjórsárvirkjunum og samstarfi fyrirtækisins við Alcoa. Fyrr í morgun vatki Saving Iceland Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunnar og afhenti honum brottfarartilkynningu (sjá hér). Halda áfram að lesa