Dropasteinarnir

Frétt á Rúv um að skemmdarverk á dropasteinum (tengill skemmdur)

Ég hef enga trú á því að margir taki dropasteina af skemmdarfýsn. Forvitni, eða þörfin fyrir að skoða með því að snerta er nær lagi.

Stóra ástæðan fyrir náttúruspjöllum af þessu tagi er samt sú hugmynd að manngildi velti á þeim hlutum sem maður hefur yfirráð yfir. Fólk slær eign sinni á hluti sem heilla það, af því að við lítum upp til þeirra sem eiga fallega og áhugaverða hluti, að maður tali nú ekki um verðmæta hluti. Vandamálið hér sem víða annarsstaðar er eignarréttarhugmyndin.

Fokk jú Steingrímur

Ef félagslegur þroski, ábyrgð og skilningur felst í því að sætta sig við að ríkið styðji iðnað erlendra, umhverfisspillandi stórfyrirtækja en láti þær greinar sem gætu aukið sjálfbærni okkar reka á reiðanum, þá vantar Ísland fleiri vanþroskaða, andfélgassinnaða, skilningslausa og ábyrgðarlausa bændur.

Ég lýsi hér með eftir umhverfisstefnu VG.

mbl.is „Þetta var fínn fundur“

Kannski spurning um afvötnun?

Krefjumst forréttinda til að leyfa náttúrunauðgurum og mannréttindaníðingum að halda áfram að menga himinn og jörð. Tökum hins vegar á okkur skuldbindingar einhverra auðvaldsdrulluhala sem spurðu okkur aldrei álits.

Að vera Íslendingur í dag, er eins og að vera giftur virkum alkóhólista. Maður getur ekki vænst þess að neitt sé rökrétt, skynsamlegt eða réttlátt. Það eina sem við getum gert er að bíða eftir að botninum verði náð, eða koma okkur í burtu.

Á hverskonar efnum er þessi þjóð eiginlega?

mbl.is Vilja standa vörð um íslenska ákvæðið

Góðar fréttir loksins

Sjálfsagt halda mjög margir að besta og jafnvel eina leiðin út úr þjóðargjaldþroti sé sú að pína náttúruauðlindir okkar enn frekar. Sjálfsagt vill meirihlutinn ganga býsna langt til að hægt sé að halda neyslusukkinu áfram. En jörðin ber það ekki. Halda áfram að lesa

Stækkun yrði lóð á vogarskálina

Á tímum hríðlækkandi heimsmarkaðsverðs á áli, er auðvitað tilvalið að skuldsetja þjóðina enn meir en orðið er og fórna þeim náttúruauðlindum sem við eigum eftir.

Sennilega þurfum við ekki byltingu. Öfgakapítalisminn mun sjá um að rústa sér sjálfur. Spurningin er bara hversu margir fátæklingar þurfa að svelta, á Indlandi, á Jamaica, í Mexíkó, og að lokum á Íslandi, áður en þeir ósiðlega ríku verða nógu fátækir til að sjá glóruleysið í stóriðjustefnunni,

mbl.is Bitist um stækkun í Helguvík

Heimsókn til Friðriks

Árum saman hafa útsendarar Landsvirkjunar lagt landeigendur í nágrenni Þjórsár í einelti. Þeir hafa bankað upp á heima hjá þeim, í sumum tilvikum vikulega og herjað á þá að selja jarðir sem eru ekki til sölu. Þeir hafa farið í leyfisleysi inn á landareignir þeirra til að mæla þær út og setja niður hæla, enda þótt engir samningar eða vilyrði fyrir samningum liggi fyrir.

Halda áfram að lesa