https://www.facebook.com/eva.hauksdottir.norn.is/posts/365059420170744
Greinasafn fyrir merki: trúmál
Baráttumál Vantrúar
Enn eitt dæmið um fullkomið skilningsleysi á baráttumálum vantrúar. Vantrúarmenn eru ekki í baráttu fyrir rétti sínum til að trúa ekki á Gvuð, heldur því að fá að vera í friði fyrir trúboði. Þeir berjast gegn því að hið opinbera, menntakerfið og fjölmiðlar haldi á lofti, styrki og styðji hugmyndir sem standast enga vísindalega skoðun. Það má vissulega deila um hversu smekklegt orðfar þeirra er en mikið er ergilegt að sjá fólk sem ætti að fatta þetta, beina stöðugt athyglinni að einhverjum vafasömum ummælum fremur en málstaðnum sjálfum.
Búrkubann
Þetta er ágætt dæmi um lög sem sett eru til að vernda konur eða frelsa þær (að sögn) án þess að þær séu spurðar álits og sennilega í óþökk þeirra. En lögin beinast auðvitað ekki gegn þeim. Þær eru bara of kúgaðar til að hafa vit á því hvernig þær vilja klæðast.
Af kvenhatri Salmanns Tamimi
Salmann Tamimi opnar á sér þverrifuna, verður það á að nefna son sinn sérstaklega en ekki dætur, sem miðað við hans uppruna ætti svosem ekki að koma neinum á óvart.
Á snjáldrinu verður allt vitlaust. Einhverja rámar í viðtal þar sem Salmann mælir með duglegri eiginkvennabarsmíð, helst með priki. Aðra minnir að þetta hafi nú kannski ekki alveg verið svona gróft. Ég sá þetta viðtal ekki sjálf en á endanum sendi ágætur maður mér útprent af því og kann ég honum bestu þakkir. Halda áfram að lesa
Kynlíf með múslímum
Byssumannasamtökin blóð og gröftur halda því fram að hvíti kynstofninn sé í útrýmingarhættu og álíta að besta ráðið til að koma í veg fyrir þjóðarmorð á Íslendingum sé að hindra samneyti okkar við aðra „óæðri“ kynstofna. Halda áfram að lesa
Af þagnarskyldu og fleiru
Það ætlar víst að ganga eitthvað treglega að fá á hreint í hverju misskilningur minn liggur.
Á DV hafa farið fram umræður um fyrri bloggfærslu mína í dag og þar hafa komið fram athyglisverðar hugmyndir um þagnarskyldu presta og upplýsingaskyldu, margar byggðar á misskilningi eða bara vanhugsun. Hér er samantekt fyrir þá sem ekki nenna að lesa í gegnum allan þráðinn. Fyrst hugmyndir lesenda sem telja líkræðu Baldurs viðeigandi og svo útskýringar mínar. Halda áfram að lesa
Ég misskildi séra Baldur
Í fyrri færslum mínum gagnrýndi ég það frumhlaup Séra Baldurs Kristjánssonar að greina opinberlega frá viðkvæmu máli án samráðs við þolanda, fyrst í líkræðu og svo á blogginu sínu. Ég sé ekki betur en að þessi vinnubrögð séu brot á þagnarskyldu. Ég tek fram að ég gagnrýni ekki þá ákvörðun prestsins að tilkynna málið til yfirvalda enda þótt það sé fyrnt og hverfandi líkur á að það leiði til þess að upp komist um gerandann. Þvert á móti held ég að það sé gott að sem mestar upplýsingar um mál af þessu tagi séu til í kerfinu. Það sem mér finnst athugavert er það að hann skuli fjalla um málið opinberlega, með persónuupplýsingum sem benda á þolandann. Halda áfram að lesa