Kvold á púbbinn

Partýið var ekki alveg að gera sig. Ég hafði vonast eftir nostalgísku syngisamkvæmi en einhvernveginn snerist það upp í íþróttamót þar sem allir áttu helst að taka þátt ellegar snarhalda kjafti á meðan hinir íþróttuðu. Ég rölti með Spúnkhildi og æskuunnustu mannsins sem átti ekki tíkall yfir á minn eigin vinnustað. Þar var rólegt, einu karlkúnnarnir í fylgd kvenna eða á aldur við föður minn og þar sem ég sá loksins hring Kynþokkaknippisins 2 dögum eftir að ég fékk frátekningu hans staðfesta hjá Pólínu, sá ég síst meiri ástæðu til að flagga táldráttarkjólnum þar en í samkvæminu. Halda áfram að lesa

Þetta verður góður vetur

Þetta verður góður vetur. Allavega menningarlegur. Drengirnir mínir gáfu mér árskort í Borgarleikhúsið, jibbý! Í gær sáum við Yongulfrumbyggjana (það eru ekta halanegrar en ekki segja syni mínum Fatfríði frá því að ég hafi notað það orð) í Salnum og í kvöld er ég að fara með Spúnkhildi í Hafnarfjarðarleikhúsið og þaðan í syngipartý. Verulega langt síðan ég hef lent í slíku og ÞAÐ verður gaman.

 

Staðan

Sökum langvarandi nettengingarleysis, húsnæðishrakninga og vinnuálags hefur sápuóperan verið lítt virk undanfarið. Það stendur til bóta. Núna.

Reyndar er ég líka smátt og smátt að henda inn því sem ég skrifaði í dagbókina mína á meðan ég hafði ekki nettenginu, með réttum dagsetningum auðvitað. Halda áfram að lesa

Lykillinn að hamingjunni

Ég er loksins búin að finna lykilinn að lífshamingjunni. Þ.e.a.s. ekki minni eigin lífshamingju, heldur lífshamingju mjög margra annarra. Ég gæti semsé gert margt fólk afar hamingjusamt með því að ráða mig í framhaldsskólakennslu og kaupa þokkalega blokkaríbúð á höfuðborgarsvæðinu, helst í Breiðholtinu eða Hafnarfirði. Halda áfram að lesa