Ég hef ekkert heyrt í Spúnkhildi ennþá og veit því ekki hvort dömpið var alvörudömp, uppeldisdömp, þynnkudömp, þreytudömp eða geðbólgudömp. Jamm, Öryrkinn dömpaði henni semsagt. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Spúnkhildur
Kvold á púbbinn
Partýið var ekki alveg að gera sig. Ég hafði vonast eftir nostalgísku syngisamkvæmi en einhvernveginn snerist það upp í íþróttamót þar sem allir áttu helst að taka þátt ellegar snarhalda kjafti á meðan hinir íþróttuðu. Ég rölti með Spúnkhildi og æskuunnustu mannsins sem átti ekki tíkall yfir á minn eigin vinnustað. Þar var rólegt, einu karlkúnnarnir í fylgd kvenna eða á aldur við föður minn og þar sem ég sá loksins hring Kynþokkaknippisins 2 dögum eftir að ég fékk frátekningu hans staðfesta hjá Pólínu, sá ég síst meiri ástæðu til að flagga táldráttarkjólnum þar en í samkvæminu. Halda áfram að lesa
Fatt
Ég hafði eiginlega hugsað mér að fara í ljós og verja svo seinni partinum fyrir framan spegilinn, lakka táneglur mínar með perlumóðurlakki og þekja yndisfagran líkama minn með appelsínuhúðareyði, vaxstrimlum, hárnæringu og maska, alveg þar til spegillinn segði hátt og skýrt; Halda áfram að lesa
Nýr karakter í safnið
Í gærmorgun sat ég uppi í Þjóðarbókhlöðu en varð ekkert úr verki. Mig langaði í kaffi en gat ekki hugsað mér að fara á einhverja kaffistofuna á háskólasvæðinu. Eins og einn karakterinn í KVETCH orðar það; ég dey innan um fólk. Halda áfram að lesa
Tveir kostir og hvárgi góður
Þegar Spúnkhildur flutti út gerði ég alvöru úr þeirri ákvörðun að hætta að einangra mig. Síðan hef ég fengið það staðfest að næstum allir sem ég þekki reykja. Það angraði mig ekki áður fyrr en síðustu árin hef ég þolað reykingar verr og verr og nú er svo komið að ég verð einfaldlega fárveik af reyk frá 4-5 sígarettum. Halda áfram að lesa
Skyggnst inn í kleyfhugakennda sjálfsupplifun verundar minnar
Eva: Mér leiðist.
Birta: Vitanlega leiðist þér. Ekki búin að fara í bíó nema 7 sinnum á 8 dögum, einnig setningu bókmenntahátíðar, tvö partý og hefur aukinheldur hitt 3 gamla vini fyrir utan Sigrúnu og systur þína og bloggað eins og vindurinn. Það er eins gott að þú þurfir ekki að upplifa alvöru leiðindi dekurrófan þín. Halda áfram að lesa
Mæ lónlíness is killing mí
Pabbahelgi.
Spúnkhildur flutt.
Þarf maður að segja meira?
Ég fór í bíó.
Ein.
Halda áfram að lesa