Það er þannig með sumt fólk að það er einfaldlega fyndið. Millý var þannig. Allt sem hún sagði varð einhvernveginn fyndið og ekki nóg með það heldur fannst henni líka allt sem við hin sögðum vera fyndið. Hún hló mikið. Og svo var hún sæt líka. Allt sem hún gerði var annað hvort fyndið, sexý eða sætt. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: sögur
Sagan af prinsessunni sem lét neglur sínar vaxa
Einu sinni var prinsessa sem bjó í glæsilegum kastala uppi á háu fjalli. Þetta var ákaflega kvenleg og vel upp alin prinsessa sem talaði ekki nema til þess væri ætlast sérstaklega heldur sat í hásæti sínu, stillt, prúð og undirleit og brosti kurteislega í allar áttir. Halda áfram að lesa
Hefnd
Upphaflega var það hugsað sem hefnd, það viðurkenni ég fyrir þér núna. Hefnd fyrir að hafa skeint þig á tilfinningum mínum, refsing fyrir að hafa afneitað mér gagnvart öðrum, rétt eins og það væri skammarlegt að hafa sofið hjá mér. Þú áttir að komast að raun um að þú hefðir einmitt haft rétt fyrir þér, ég væri í raun og veru vampýra. Þú áttir að gera þér ljóst að þú værir, á einhvern yfirnáttúrulegan hátt bundinn mér það sem þú ættir ólifað. Halda áfram að lesa
Lausn
1. Jakob
Víólan hefur vitund. Hún skynjar það sem býr í djúpinu og hún neyðir það til að brjótast fram. Djúpið býr yfir hundrað hættum. Þar býr skelfingin, þar býr ofsinn, þar býr líka ástin og fegurðin. Djúpið er ógnvænlegt. Ég skelfist það. Ég skelfist það vegna þess að ég ræð ekki við það. Ég næ ekki fram því sem best á við hverju sinni, ég get heldur ekki haldið því í skefjum þegar víólan ákveður annað. Ég óttast djúpið því ég ræð ekki við það; ég hata víóluna, því hún knýr það fram. Halda áfram að lesa
Hökunornin
Einn daginn þegar ég leit í spegilinn að morgni, tók ég eftir því að hakan á mér hafði lengst. Í fyrstu var ég ekki viss, hélt að þetta væri kannski vitleysa í mér en þegar ég kom í vinnuna hafði samstarfsstúlka orð á því eitthvað væri einkennilegt við andlitið á mér. Ég hef alltaf verið talin snotur og þetta olli mér satt að segja áhyggjum. Halda áfram að lesa
Álög
Hér er fjöllin líkust svörtum sandhrúgum, flöt að ofan eins og krakki hafi klappað ofan á þau með plastskóflu og ná alveg fram í sjó. Stundum sér maður endur á vappi uppi í fjalli þar sem fjaran er engin. Þorpið kúrir undir fjallinu, sveipað grárri móðu hversdagsleikans jafnt sem móðu þokunnar. Hér er ljótt. Halda áfram að lesa
Eins og laufblað
Eins og laufblað
sem feykist með vindinum
flýgur sál mín til þín.
En fætur mínir
standa kyrrir.
Halda áfram að lesa