Ég er búin að finna pottþétta afsökun fyrir því að skrifa ekki skáldsögu.
Sko.
Halldór Laxness var í hópi stórkostlegustu ljóðskálda 20. aldarinnar. A.m.k. á Íslandi. Kannski var hann bestur þeirra allra. Halda áfram að lesa
Ég er búin að finna pottþétta afsökun fyrir því að skrifa ekki skáldsögu.
Sko.
Halldór Laxness var í hópi stórkostlegustu ljóðskálda 20. aldarinnar. A.m.k. á Íslandi. Kannski var hann bestur þeirra allra. Halda áfram að lesa
Plastlíf mitt rís og það hnígur þótt ég trúi ekki almennilega á matrixið.
Ég var andvaka í nótt. Horfði á myrkrið breytast í bláma og blámann í birtu. Og fannst ég vera til. Ekki bara sem persóna í þeim sýndarveruleikaraunsæissrólpleileik sem ég hef spunnið í kringum furðufuglana í lífi mínu, ekki sem hver annar firringarbloggari, heldur sem raunveruleg, lifandi manneskja.
Óbærilegur léttleiki tilverunnar verður ponkulítið minna óbærilegur þegar ég opna tölvupóstinn minn þessa dagana.
Ekki skil ég hvað fólk er að burðast með minnimáttarkennd yfir öllu og engu. Það er algjör óþarfi. Enginn vandi að tileinka sér ofgnótt sjálfsánægju, galdurinn er bara sá að finna nógu helvíti hagstæðan viðmiðunarhóp. Halda áfram að lesa
Klámskáldið heillar mig.
Ég fer ekki fram á að fá að birta skúffuskáldskap sem hvergi hefur birst eða verið fluttur og er kannski ekki einu sinni fullunninn. Læt því nægja að sýna svörin mín þótt það gefi engan veginn nógu góða mynd af samræðum þegar aðeins önnur röddin heyrist. Hér er allavega klám dagsins: Halda áfram að lesa
Hmmm … Ég verð að viðurkenna að þú ert rímsnillingur hinn mesti og það er svosem hægt að fyrirgefa ýmislegt út á hið listræna gildi, en finnst þér ekki fulllangt gengið að kalla mig hóru? Það er ekki beinlínis kurteisi þótt tillagan sé sett fram í bundnu máli og falli vel að bragarhættinum. En ok. spilum eftir þínum reglum: Halda áfram að lesa
Mæómæ! Ég hitti skáld á netinu, við höfum bullast á í nokkra klukkutíma og nú er ég ástfangin. Það er reyndar ekki mikið að marka, ég verð svo ástfangin af öllum góðum ljóðskáldum að ég stend sjálfa mig að því að mæna á gamlar myndir af Einar Ben og Jóhanni Sigurjóns eins og smástelpa á poppgoð. Halda áfram að lesa