Um daginn skrifaði ég pistil sem olli miklum titringi enda þótt flestir sem hneyksluðust á honum segðust vera mér sammála um það sem skiptir máli, þ.e. að ekki megi færa sönnunarbyrðina í kynferðisbrotamálum yfir á sakborning. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: réttarkerfið
Óþarfi að vera með dólg?
Þegar ég skrifaði þennan pistil, var ég að hugsa um að bæta við spurningu um það hversu langt þess væri að bíða að Stígamótagengið færi að skilgreina börn sem kynferðisglæpamenn. Ég sleppti því. Hugsaði sem svo að það væri óþarfi að vera með dólg, þótt ég sé mótfallin því að aðstoð við þolendur ofbeldis sé nánast alfarið í höndum einkaaðila. Halda áfram að lesa
Engin hætta á að sönnunarbyrðinni verði snúið
Ég vona að þessi pistill veki umræðu, hugsaði ég um leið og ég klikkaði á „publish„. Það gekk eftir. Halda áfram að lesa
Hvað má það kosta?
Fyrir um 35 árum, vaknaði ung móðir í vesturbænum um miðja nótt, við að ókunnugur maður var kominn upp í rúm til hennar. Hann var með grímu fyrir andlitinu og hélt hnífsegg við hálsinn á henni. Halda áfram að lesa
Eru þeir sem nauðga og bera ljúgvitni venjulegt fólk?
Ég hef haldið því fram að þrátt fyrir að nokkuð hátt hlutfall kvenna hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi, merki það ekki að nauðganir séu viðurkennd hegðun meðal venjulegra karla. Halda áfram að lesa
Þarfagreining
Þá vitum við það. Ef maður hefur ekki góða ástæðu til að ætla að fólk sé frábitið kynferðisathöfnum með ókunnugu eða lítt kunnugu fólki, þá má hefja við það kynmök á meðan það er sofandi. Halda áfram að lesa
Á ekkert að spyrja Þvaglegg sýslumann?
Af hverju er enn enginn íslenskur blaðamaður búinn að gefa almenningi upplýsingar um það hverju hinn landsþekkti lögregluafglapi Þvagleggur sýslumaður svaraði þegar þeir spurðu hversvegna ekki hefði verið lýst eftir árásamönnunum fyrr en tæpum mánuði eftir atvikið? Gleymdu þeir nokkuð að spyrja?
Hvernig gengur annars rannsókn þessa máls? Ætlar einhver blaðamaður að spyrjast fyrir um það.