Björn Ragnar Björnsson skrifar:
Réttlæti, frelsi, jafnræði og lýðræði. Hátíðlegt! Stór orð, stór hugtök en því miður ekki stór raunveruleiki. Réttlæti hefur lengst af þurft að láta í minni pokann fyrir andhverfu sinni miklu oftar en góðu hófi gegnir. Óskandi væri að fregna af ósigrum réttlætisins þyrfti að leita hjá elstu mönnum. Þúsundir eða tugþúsundir Íslendinga á öllum aldri hafa af því beina reynslu síðustu tíu ár.
Frelsið er í ögn skárra formi, því okkur hefur á margan en ekki allan hátt miðað í frelsisátt. Samt þarf maður auðvitað að spyrja sig: Er maður sem beittur hefur verið óréttlæti eða á það á hættu raunverulega frjáls? Halda áfram að lesa


Einar ætlar í prófkjör fyrir Pírata. Og vill svo skemmtilega til að þegar hann sagði mér það var ég einmitt að ljúka við að setja upp nýtt og glæsilegt 

Ég kaus Píratapartýið í síðustu Alþingiskosningum. Ég þekkti grunnstefnu Pírata og treysti frambjóðendum – og ég greiddi þeim atkvæði mitt án þess að lesa stefnuskrána gaumgæfilega.