Árangur

Ég get hlaupið. Vííí!

Hingað til hef ég ekki getað hlaupið nema 1-2 mínútur án þess að standa á öndinni. Var alveg jafn léleg í gær og hina dagana, komin með astmaandardrátt um leið. Var frekar óánægð því þegar ég fór í ræktina í sumar, tók það mig ekki nema viku að ná upp nógu góðu þoli til að geta hlaupið. Halda áfram að lesa

Feitar kjeddlingar

doveMér brá ponkulítið í fyrsta sinn sem ég sá brúnkukremsauglýsinguna frá Dove.

Feitar kerlingar í húðvöruauglýsingu, það er eitthvað nýtt. Á hálfri sekúndu áttaði ég mig þó á því að engin þeirra er feit. þær eru þvert á móti grannar. Vafalaust í neðstu mörkum kjörþyngdar. Eins og ég. Halda áfram að lesa

Hvað ertu að hugsa?

Ég hef tekið eftir því að karlmönnum finnst yfirleitt afskaplega óþægilegt að vera spurðir að því hvað þeir séu að hugsa. Sem segir mér að svarið hljóti að vera einkar athyglisvert. Vinkona mín segir að það sé bara vegna þess að þeir séu að hugsa um kynlíf og reikni með óþægilegum spurningum um persónur og leikendur ef þeir viðurkenni að þeir verji að jafnaði 15 klst á dag til þess að hugsa um riðlirí. Mér finnst þetta ótrúlegt. Kynlíf er ágætt en einfaldlega ekki nógu áhugavert til að nokkur nenni að hugsa um það stöðugt. Halda áfram að lesa

Muse

-Einu sinni langaði mig að eiga mann sem ég vissi að myndi ekki sofa hjá mér. Hann hafði það bara ekki í sér og ég ætlaði að taka því með skilningi. Ég vissi að hann yrði góður við mig og ég hugsaði með mér að ég gæti þá bara sofið hjá einverjum öðrum. Halda áfram að lesa