Einu sinni vann ég á elliheimili. Margir voru einmana. Sumir fengu aldrei heimsóknir og þá sjaldan að það gerðist stoppuðu ættingjarnir stutt. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Pegasus
Hvernig ástfangin kona hagar sér
Keli vill endilega að ég skrifi lýsingu á því hvernig ástfangin kona hegðar sér. Nú er ég blessunarlega laus við ásókn ástfanginna kvenna og væri nú kannski betur viðeigandi að Keli skrifaði slíka grein sjálfur en það er nú ekki oft sem Keli biður mig um eitthvað svo habbðu þetta til marks góurinn: Halda áfram að lesa
Kenndin
Mér finnst ég ekki veikbyggð en þótt hendur hans séu ekki stórgerðar nær hann utan um báða úlnliði mína með annarri þeirra. Rennir fingurgómum yfir kviðinn á mér og horfir á mig, mosamjúkum augum. Kyssir eins og á að kyssa. Elskar eins og á að elska. Fullkomið samspil hörku og blíðu, hann les mig rétt og ég finn að hann hefur það í sér, í alvöru. Leysir böndin á silkitoppnum mínum, sem er blágrænn eins og Pegasus. Og Kenndin rís úr djúpi aldanna; þykk, svört og voldug, hellist yfir mig, gagntekur mig.
-Já, hvísla ég þótt hann hefi ekki orðað neina spurningu.
-Ertu viss?
-Já.
Skrattinn steinsofandi í sauðarleggnum uppi við Rauðhóla og bærir ekki á sér. Það er fullkomnað.
Ligg í hálfmóki einhversstaðar milli ljóðs og vímu. „Maður fær ekki allt“ hef ég svo oft sagt. Hvílk della. Maður fær einmitt allt. Stundum meira að segja eitthvað betra en það sem maður biður um. Ég hefði orðið hæst ánægð með Elías en mér datt aldrei í hug að ég fengi Pegasus í staðinn.
-Ég treysti þér Pegasus, segi ég.
-Já, það er greinilegt, svarar hann og brosir kankvíslega eins og hann er vanur. Líklega kemur það mér meira á óvart en honum.
Það er fullkomnað.
Eftir öll þessi ár er það fullkomnað.
Óvænt
Ragnar á efri hæðinni færði mér hvítvínsflösku. Það gleður mig svo mikið. Ekki af því að ég sé svo mikill hvítvínssveglur heldur af því að mér þykir svo vænt um svona vináttuvott. Þetta var líka mjög óvænt. Hann hefur að vísu alltaf verið mjög notalegur í framkomu en ég bjóst ekki við þessu. Og neinei, hann er ekki að reyna við mig. Sumt fólk er bara svona indælt.
Álög dagsins
Legg ég svo á og mæli um, að þegar óbermið hún Rannveig verður látin róa (en þess mun ekki langt að bíða) þá rifjist rækilega upp fyrir henni framkoma hennar við hann pabba minn og fleiri grandvara sómamenn, þegar hún tók sitt fyrsta páerflipp í embættinu hér um árið.
Hjartaþemba
Ég man sjaldan drauma og þeir sem ég man eru oftar en ekki samhengislaust rugl. En í nótt dreymdi mig að ég væri að tala við Ómar Ragnarsson. Ég tek fram að ég ber mikla virðingu fyrir Ómari. Enginn hefur kynnt íslenska náttúru jafn vel fyrir þjóðinni og ég efast um að náttúruverndarsinnar ættu marga fylgjendur ef ekki væri fyrir hans tilstilli.
Halda áfram að lesa
Garl
Hahh! Veðrugaldurinn tókst. Okkur tókst líka að redda öllu sem við héldum að myndi ekki reddast.
Svarti galdur á Austurvelli eftir rúman hálftíma.