Point of no return

Sunnudagur.

Kaffi og pönnukökur en að öðru leyti er lítill sunnudagur í mömmunni sem pakkar bókunum sínum í kassa á meðan börnin sveimhugast um íbúðina. Mamman minnir á fyrirætlanir sínar um að festa geymslu á mánudagsmorgun og mætir fullum skilningi hjá ungviði sem álítur ranglega að það sé svo lítið mál að koma persónulegu dóti og fatnaði burt að það sé engin ástæða til að byrja á því með 12 klukkustunda fyrirvara. Halda áfram að lesa

Róttæk aðgerð

Ætli maður að ýta ungunum út úr hreiðrinu í alvöru, þarf maður einnig að tryggja að þeir taki dröslin sín með sér. Hætt er við að ungmenni leggi undir sig hluta af heimilinu löngu eftir að þau eru flutt út og ég hef ekki í hyggju að reka búslóðageymslu fyrir börnin mín. Bílskúr pabba míns þjónaði okkur systrunum sem geymsla þar til hann seldi húsið og ég ákvað, m.a.s. áður en ég fjarlægði síðustu kassana mína, að læra af hans reynslu.
Halda áfram að lesa

Svooo boooooring!

Mér þykir miður að við skyldum bjóða þér í svona leiðinlegt partý, sagði Miriam, einlæg.

Ég lyfti brúnum í forundran. Sá alls ekki þessi meintu leiðindi. Þvert á móti finnst mér notalegt að geta haldið uppi samræðum við skemmtilegt og siviliserað fólk, án þess að þurfa að öskra. Drykkjuskapur í hófi, enginn leiðinlegur, enginn grenjandi, ælandi eða haldandi ógnarlangar einræður. Ég hafði satt að segja átt von á meiri hávaða, meiri drykkju og ruddalegri umgengni í þessu byltingarafmæli. Halda áfram að lesa

Saltkjöt

Við fórum á þorrablót ásatrúarfélagsins í gær. Fengum (auk hefðbundins þorramatar) heitt saltkjöt og saltað folaldaket en ég minnist þess ekki að hafa fengið slíka guðafæðu á þorrablóti fyrr. Halda áfram að lesa

Bóndadagur

Fyrir nokkrum árum ætlaði kona ein ástfangin að halda bóndadaginn hátíðlegan með pompi og prakt. Það tókst ekki betur til en svo að maður sá er hún áleit bestan kandidat í hlutverk síns framtíðarbónda var farinn í vinnuna kl 6:15 um morguninn og kom ekki heim fyrr en 11:40 um kvöldið. Sú ástsjúka hafði nefnt það við hann daginn áður hvort hann gæti hætt snemma svo hún gæti boðið honum út að borða en hann vildi ekki heyra á það minnst. Hafði átt afmæli nokkrum dögum áður og sagðist ekki nenna meiri gleðskap í bili en auk þess hefði hún ekkert efni á því að bjóða honum út. Frábað sér einnig gjafir í nafni meintrar fátæktar unnustunnar. Halda áfram að lesa

Gott

Fyrir einu ári ákvað ég að galdra til mín frábæran mann sem ég yrði bálskotin í. Ég hafði galdrað til mín marga áður, bæði fávita og líka mjög góða og almennilega menn en ég bara varð ekkert skotin í þeim góðu og þar sem ég á fávitafælu urðu engin sambönd úr þreifingum fávitanna. Halda áfram að lesa