Fljúgðu varlega

Farðu varlega segi ég þegar Darri sest undir stýri í hálku. Farðu varlega, við leggjum sömu merkingu í þau orð. Ekki aka hraðar en þú ræður við, ekki aka bíl sem þú hefur ástæðu til að halda að sé með lélegar bremsur. Reiknaðu með að bílstjórinn fyrir framan þig gæti verið fáviti, fullur, með hjartasjúkdóm eða sofandi. Gerðu ráð fyrir að börn séu óútreiknanleg, haltu athyglinni vakandi, taktu fullt mark á merkjum og ljósum. Halda áfram að lesa

Allt í járnum

Það telst ekki til tíðinda þótt börn fari upp á slysadeild eftir að hafa troðið hnetu upp í nefið á sér eða gleypt eyrnalokk. Af hverju er þetta þá fréttaefni?

Annars rifjar þetta upp fyrir mér söguna af því þegar vinur minn Siggi litli Behernd (sem er ekki lengur lítill) fann handjárn heima hjá sér og fannst upplagt að leika sér að þeim. Það fór einhvernveginn þannig að hann handjárnaði ömmu sína. Daniel var í vinnunni með lyklana í rassvasanum og varð víst hálf kindarlegur þegar kvað við í talstöðinni; Daniel Behrend, Daniel Behrend, vinsamlegast skrepptu heim og losaðu tengdamóður þína úr handjárnunum.

 

Órætt

Birta: Segðu mér nú ekki að þú ætlir að fara að búa til vandamál dramadrottningin þín.
Eva: Þvert á móti, ég ætla að fyrirbyggja að það verði vandamál.
Birta: Þú tekur þessu of alvarlega. Það er ekkert að ræða, þið eruð ekki einu sinni ósátt.
Eva: Ekki núna nei, en Pegasus sagði einu sinni að flest hræðileg flugslys hefði mátt fyrirbyggja ef áhöfnin hefði tekið mark á litlu, ómerkilegu aðvörunarljósi, sem virtist bara vera „eitthvað tilfallandi“. Halda áfram að lesa

Skárra en á horfðist

Það kostaði mig 12.700 kr að taka mark á löggunni. Aldrei að trúa löggum. Jújú, kannski um það sem snýr að löggæslu en ekki því sem snýr að bílaviðgerðum. Því ef viðkomandi væri bifvélavirki þá væri hann sennilega að vinna fyrir almennilegum launum en sem þræll hjá Birni marskálk. Halda áfram að lesa