Mammon virðist hafa tekið þá ákvörðun að hundskast heim til sín (mín) aftur. Allavega er hann búinn að létta af mér ca 20 kg af kvíða og ég sé út úr hríðinni þótt sé ekki beinínis sólskinsdagur á bankareikningnum mínum. Hann hlýtur að hafa lesið bloggið mitt í gær. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: Pegasus
Raðbögg
Á sex vikum gerðist eftirfarandi:
1 Systir mín lenti á gjörgæslu og hluti af lunganu var fjarlægður. Mér brá illa þegar ég sá hvað hún var mikið veik og játa þá sjálflægni að þetta triggeraði áhyggjur af mínu eigin heilsufari. Ég er með nákvæmlega sömu einkenni og hún hefur haft í mörg ár. Ekkert vekur mér jafn mikla skelfingu og hugmyndin um að missa heilsuna og þetta fékk nógu mikið á mig til að ég hætti í magadansi til að hlífa lungunum í mér. Halda áfram að lesa
Rambl
Þegar lungað í systur minni féll saman, fyrir nokkrum vikum (og það ekki í fyrsta sinn) fékk ég paranojukast og hætti í magadansi. Soghljóðið sem heyrist í brjóstkassanum á mér við vissar hreyfingar (sem reynir mikið á í magadansi) er nefnilega nákvæmlega eins og í henni og ég fékk stundum verki eftir æfingar. Aðrar konur sem voru með mér í tímum könnuðust ekkert við þetta hljóð og kennarinn sagði mér að fara til læknis, því þetta væri ekki eðlilegt.
Halda áfram að lesa
Sjálfsfróunarkúrinn
Í nótt lá ég andvaka í rúmi Pegasusar og hlustaði á hreiðurgerðargargið í fugli sem hefur líklega ruglast í dagatalinu. Ósköp fallegur söngur svosem en mér skilst að fuglinn sjálfur sé ekki að syngja heldur að gera hugsanlegum óvinum grein fyrir því hvar Davíð keypti ölið. (Hvaða Davíð var það annars og af hverju þekki ég ekki uppruna þessa orðtaks?)
Halda áfram að lesa
Sá Eini Sanni
Þannig að þú ert bara búin að finna þann eina sanna, spurði Maðurinn sem mætti í morgunkaffi.
Undarlega margir sem nota þennan frasa. Eini Sanni. eða Sá Rétti. Mér finnst skrýtið að goðsögnin skuli lifa svo sterku lífi í orðræðu fullorðins fólks en ég heyri eitthvað af þessu tagi í hverri viku. Halda áfram að lesa
Það er erfitt að ríða í heilbrynju
Einu sinni furðaði Keli sig á því hvað ég ætti miklu auðveldara með að treysta ókunnugum en ástvinum mínum. Ég sagði honum að það væri nú ekkert skrýtið. Þeir einu sem hefðu farið illa með mig væri fólk sem ég þekkti og treysti. Þótt staðhæfingin beri óneitanlega keim af kaldhæðni er sannleikskjarni í henni fólginn. Halda áfram að lesa
Tittlingaskítur
Kunnugleg andlit allsstaðar. Á vissan hátt er það notalegt. You wanna be where everybody knows your name. Aðallega er það þó sorglegt. Kannski 100 hræður, max, og ég þekki allavega 75 í sjón. Halda áfram að lesa