Ég er feministi – EN … Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir merki: orðræðan
Varðandi hetju ársins
Mikið hefur verið rætt um kosningu Hildar Lilliendahl sem hetju ársins og halda margir því fram að svívirðingum hafi rignt yfir hana.
Þegar frétt fær meira en 4000 ummæli er ekkert undarlegt þótt meðal þeirra sé eitthvert ógeð. Það er verðið sem við greiðum fyrir frjálsan aðgang allra að umræðunni, óháð greind, innræti, geðheilbrigði og stafsetningarkunnáttu. Ég nennti ekki að lesa nema 134 innlegg. Ef er eitthvað að marka það úrtak voru fáir úr hópi hinna 7800 stuðningsmanna Hildar Lilliendahl sem tjáðu sig á kommentakerfinu en stór meirihluti þeirra kommentara sem ég las lýsti óánægju með að Hildur hefði orðið fyrir valinu. Flestir gerðu það án þess að nota fúkyrði. Halda áfram að lesa
Umræðan um hetju ársins
Hildur Lilliendahl var valin „hetja ársins“ hjá DV. Sú niðurstaða endurspeglar ekki álit lesenda DV heldur náðist hún með herferð aðdáenda sem hafa „lækað“ mörghundruð sinnum, fengið atvinnumenn til að „læka“ eða annarskonar svindli.
Netheimar loga og ég hef séð marga tjá sig um það hvað hún hafi fengið mikið ógeð yfir sig á kommentakerfinu.
Ég sá tvö ógeðskomment í morgun og tilkynnti annað en leit svo aftur á þetta í kvöld. Ég nennti ekki að lesa nema 340 komment. Fimm þeirra voru ekkert annað en persónuníð en annað sem ég sá er algerlega innan markanna. Nokkrum finnst þetta annað hvort hlægilegt eða segjast hafa ælt. Flestir eru hneykslaðir á því hvaða merking er lögð í orðið „hetja“ eða þá að þeim finnst grunsamlegt að ein manneskja hafi fengið mörg þúsund læk á hálftíma.
Það þarf ekki að koma neinum á óvart að þessi niðurstaða veki hörð viðbrögð. Sumir nota umræðukerfin til að tjá hamslausa andúð með öllum þeim ósmekklegheitum sem þeim koma í hug. Sumum sárnar að þeir sem þeir telja verðugri skuli ekki hafa hreppt heiðurinn. Aðrir eru bara ósáttir við það hvernig orðið „hetja“ er notað. Og svo eru þeir sem telja að skýringin á þessu sé sú að vinir Hildar hafi legið á læk takkanum síðasta hálftímann og taka geðillskuna yfir því út á Hildi en ekki DV.
Hvaða komment eru það sem þykja svona niðrandi? Erum við að tala um innan við 2% ummæla eða finnst fólki það svona hneykslanlegt að lýsa vanþóknun sinni á þessari niðurstöðu?
Að falla fyrir kapítalískri lygi
Grýla gamla og feðraveldið
Ef þjóðtrúin segir okkur eitthvað um samfélagið sem hún er sprottin úr þá segja breytingarnar á henni væntanlega eitthvað líka. Það er ekki lengur viðurkennd uppeldisaðferð að hræða börn til hlýðni með því að siga á þau óvættum og með breyttum viðhorfum breyttust jólaskrímslin. Það er áhugavert að skoða ímyndir óvætta eins og Grýlu og jólasveinanna fyrr og nú. Halda áfram að lesa
Óður til letinnar
Letingjar eru í senn nytsamar verur og skaðlegar.
Þúsund þakkir, þið sem eruð mér ósammála en dreifið pistlunum mínum samt af því að þið nennið ekki að lesa nema þrjár línur. Þið eruð æði.
Og þið sem eruð mér sammála en skammið mig af því að þið nennið ekki að lesa nema þrjár línur, þið eruð líka æði. Án ykkar myndi engin hjarðmennska þrífast.
Hengjum rasistann!
Töluverðar umræður hafa skapast á netinu um myndband sem sýnir fullorðinn mann veitast að fyrstu kynslóðar Íslendingum með svívirðingum og ógnandi framkomu. Að vonum þykir mörgum framkoma mannsins fyrir neðan allar hellur og ég skal svo sannarlega taka undir það. Halda áfram að lesa